Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, júní 6

Heyrst hefur

* að Auður hafi loksin fengið afmælisgjöfina sína
*að Ásta köbenpía sé í geggjuðum prófum og hafi borðað kirsuber
*að Gerður sé að fara til istan kennt við afgan
*að Erla sé að fara til Englands í ár
*að Edda Ásgerður hafi staðið sig með prýði í prófunum sínum
*að Hlíf sé ritstjóri að nýju og glæsilegu blaði MÍMIS íslenskufræðinga
*að Sigrún sé komin með betri helming og sé loksins búin í prófum+verkefnum
*að Auður sé að fara í heimsókn til Ella
*að Ása sé kannski að fara búa til póstkort fyrir Kópavogsbæ
*að Þóra sé að gera það gott í Noregi komin með betri helming einnig
*að Edda hafi útskrifast sem leikskólaliði
*að Ása sé að fara til noregs á festival og svo til Ástu í heimsókn í sumar
*að tjellingarnar ætli sér að hittast meira og fara kannski í ferð eitthvað út á land í sumar (koma svo!)
*að Gerður hafi átt afmæl í vikunni
*að Silja sé að gera það gott í London og sé enn í prófum
*að Hlíf sé að fara með kærastanum til ROSKILDE FESTIVAL
*að Erla sé að fljúga yfir höfin blá í sumar


óska ykkur gleðilegs sumars og heimta að við förum að plana eh skemmtilega ferð einhverja helgina út á land. ég er opin fyrir öllu ætla þó að láta gamlan draum rætast og fara á jökulsárlón í sumar.
megið bæta við heyrst hefur færsluna og bætt við upplýsingum;);)

miðvikudagur, desember 27

Jólaboð Tjellinganna

Einu sinni vorum við svona:


En nú erum við svona


Ógeðslega töff!

miðvikudagur, desember 13

Hallo

Þar sem ég fer ekki í neitt jólafrí (hmm aðfangadagskvöld included) þá verð ég að fara skipuleggja tíman og vaktirnar.

Er ekki góð hugmynd, svo allir komist á sama tíma, að reyna skrifa niður hérna í kommenta kerfið hugmyndir eða blogga aftur.


mál
mál nr1- halda litlu jól spila og borða mandarínur.

málnr 2- halda sleepover með viðbjóðslega skemmtilegum eightis videoum, eða hvað sem okkur dettur í hug.

málnr3 - djamma saman, jóladjamm eða milli jóla og nýárs eða gamlárs.


hugmyndir, please , sérstaklega útaf litlu jólunum, og já, ég þarf að fara segjast vilja frí SEM FYRST ef það kemur upp einhver serstök dagsetning.
sumir eru að fara koma frá útlöndum og eru busy að heimsækja, sumir eru busy útaf fjölskylduboðum eða whatever, svo endilega reynum að finna kvöld þar sem allir komast :):):)

hlakka til að sjá ykkur allar, u r all great, og útlandapésar, endilega megið hanga með mér, gefa mér kaffi.

p.s. on the side smá skilaboð frá mér er að leita modelum fyrir portrett mynda töku sem verður milli jóla og nýárs. Það má senda mér póst og fa frekari upplýsingar um þetta ljósmynda projekt mitt á spuunk@hotmail.com

hey og svo er það bara útskriftin mín í feb.

hafiði það gott rýjunar mínar og endilega kommenta í kerfið eða setja upp nýtt blogg með hugmyndum.

AKTÍVISMI TJELLINGANA, KOMA SVO

KV, ÁSA.

sunnudagur, október 22

Vetrarreisa gæranna.

Hæ elsku gærur. Fer ekki að líða að því að skipuleggja árlega vetrarbústaðaferð Tjellinganna?? Varpað hefur verið upp þeirri hugmynd að finna einhvern þrumubústað um jólaleitið þannig að útlandapésarnir geti komið -eruð þið ekki geim stelpur? Það er svo bara að starta smá dialogi og sjá hvenær konur komast, hver getur bókað villuna og svona. Ég kemst persónulega alltaf þar sem ég verð atvinnulaus.

Mínar kröfur til bústaðarins eru eftirfarandi:
1. pottur
2. pottur
3. grill
4. pottur

föstudagur, október 6

afmælisveisla með smá twisti af lime

Jább og jájá nú er haustið komið og allir eru komnir með ákveðna fótfestu í lífinu, hvort sem að það er þá á íslandi eða öðrum ekki jafn COOL löndum..
Vildi bara minna þær tjellingar sem ekki hafa ennþá flúið land á að núna er tími Grundarstígsins runnin upp, þar sem heimilifölkið á Grundinni mun halda uppá það ásamt því að fagna oktobersafmælisbarninu, mér..

Hlakka til að sjá ykkur kátar og ölvaðar í bragði þann 14 okt... þar sem að mikilvægt er að muna eftir fíflaganginum

laugardagur, apríl 29

sumargleði

Sælar mínar yndislegustu.. í brjálæði bjarsýninnar á vorið og yndisleikann þá er ég buin að ákveða að ibuðin mín skuli vera tilbúinn fyrir 17 júni, og í tilefni af því þá ætla eg að bjóða til grillveislu í garðinum mínum á þessum skemmtilega degi.. þannig ef allt gengur eftir væri held eg otrulega gaman að hittast á grundarstignum og grilla smá og kikja svo aðeins á stemninguna, svona til að byrja og undirbúa steminguna fyrir sumarið...

fimmtudagur, apríl 20

Tilkynning

Sökum þynnku, kvefs, lærdóms og almennarar leti varð ekkert úr því að gera eitthvað ofsalega skemmtilegt þennan fyrsta dag sumars. Þess vegna hefur stefnan verið tekin á laugardaginn og biðjum við tjellingar til sjávar og sveita að taka hann frá. Snú snú, skotbolti eða gönguferð í Heiðmörk eru hugmyndir sem eru upp á borðinu en allar uppástungur eru vel þegnar.

Gerum eitthvað grúví.

Nefndin