Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

fimmtudagur, september 30

Dilemma - nú kómísk tilvistarklemma :)

Er í smá dilemmu þessa dagana, og ástæðan: "Hið óæðra kyn", karlkynið. Karlmenn geta verið mjög góðir til síns brúks (most of the time anyway), en sjaldgæft er að finna einhvern sem inniheldur það sem þarf: sumsé að höfða til þín bæði andlega og líkamlega. Er farin að hallast á að ég sé einfaldlega með óraunhæfar kröfur til karlmanna, sem eru ekki til nema í The Perfect World... eða hvað? Er nebblega með einn "gæðing" í takinu, ef svo má að orði komast. Allt segir mér að ég ætti að vera skotin í kauða, því að hann hefur svo marga kosti sem ekki er hægt að líta framhjá... en nei, hvað haldiði að ég láti fara í taugarnar á mér?!?! Nú, hvernig maðurinn talar!!! Þannig er nú mál með vexti að hann átti heima erlendis í fjöldamörg ár og er tiltölulega nýfluttur aftur heim. Og þar af leiðandi talar hann slæma íslensku, beygir orðin ekki eða gleymir orðtengingum og þar fram eftir götunum.... trúi ekki að ég sé að pirra mig á þessu, hvað í anskotanum er að mér - djöfull get ég verið shallow! Held að ég sé haldin óstjórnlegri sjálfseyðingarhvöt sem segir mér að ég eigi ekkert gott skilið, og eigi bara að slútta þessu áður en eitthvað gerist. En allavegana, ég er búin að koma mér í djúpan skít með þennan mann og veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við hann... any thoughts anybody? Voða lítið búið að ske milli okkar, þar sem ég "kæfi allt í fæðingu". Er að fá samt svona létt Bridget Jones syndrome þessa dagana, sem segir mér að halda í hvern þann sem verður á vegi mínum. Usssss, tala eins og bitur kerling á fertugsaldri með fullt af köttum... sem ég ætla að gera allt til að verði ekki!
Ó, þetta líf - It´s just too fucking hard!!!!

Jæja, en spurning dagsins er sú: Hvað á Miss Eydís að gera við Íslenskumisþyrmingarmanninn?!? Hot oil or the rack?!?
Ástarkveðjur,
MissEydís, the Spinster 4 LIFE!!!

miðvikudagur, september 29

Að vera eða vera ekki.... í flegnum bol


Ef einhver á aflögu handlaginn mann vill sú hin sama hafa samband við mig hið fyrsta því ég þarf nauðsynlega á þjónustu slíks manns að halda. Reyndi að skrúfa saman nýja fína skrifborðið mitt í gær. Hafði upp úr því þrjár blöðrur í lófanum, eina á vísifingri vinstri handar og enn eina á löngutöng hægri handar. Eftir ferð á kaffhús með dömunum í gærkvöld ákvað ég að gera lokatilraun til samanskrúfs sem endaði með því að ég sat til klukkan tvö og rembdist eins og rjúpa við staur með engum árangri. Brá ég þá á það ráð að láta bara sem ég sæi ekki að skrúfurnar stóðu hálfskrúfaðar út úr plötunni og plantaði borðinu á þann stað sem því var ætlað. Borðið riðar eins og 15 ára gelgja eftir hálfan bjór sem er aldrei gott. Ég er ömurlegur borðasamansetjari.

Á meðan ég man, Begga er horfin. Á ég að hafa áhyggjur?

Varðandi bókhlöðuhössl þá vil ég segja að þar sem ég er ekki háskólastúdent þá hef ég lítið að gera á hlöðuna. Í staðin, bara til þess að sýna samhug minn í verki, mætti ég í flegnum bol og pilsi í vinnuna í morgun, með blásið hár og maskara. Ég er búin að standa eins og þrjá að því að horfa niður um hálsmálið hjá mér, þar af einn vinnufélaga, en annað hef ég ekki fengið út úr þessu. Engin boð á deit né loforð um gull og græna skóga. Ég bíð spennt eftir að heyra hvernig þetta virkar á hlöðunni. Kannski að flegnir bolir séu bara ofmetnir? Hlíbba, hvað segir þú við því?

Óver and át
Kexsmiðjupésinn

þriðjudagur, september 28

Bókhlöðuhössl.

Ég er að velta því fyrir mér hvort maður ætti að fara að stunda hössl á bókhlöðunni. Hér sit ég og sé fullt fullt af mönnum á mínum aldri labba framhjá. Hingað til hef ég ekki staðið mig vel í bókhlöðuhössli. Mæti gjarnan reitt og illa til fara, enda kem ég hingað til að læra. Kannski þarf ég að breyta um viðhorf og mæta með hugarfar og í klæðnaði sem hæfir til veiða.

Hef einu sinni ákveðið að fara á þjóðarbókhlöðuna til að hössla. Það var þegar ég var 19 ára. Bekkjarsystir mín stakk upp á þessu (reyndar þurftum við að leita að heimildum á hlöðunni,en það er aukaatriði) og ég greip þetta strax á lofti. Blés á mér hárið og fór í fleginn bol. Ef ég man rétt þá enduðum við á Borgarbókasafninu en ekki Hlöðunni. Þar fór skoran fyrir lítið.

Kannski ég ætti að endurtaka leikinn og nota skoruna til að skora. Á meðan ég læri.

karlmenn

geta verið svín. einnig geta þeir ekki verið svín. en það er nokkuð ljóst að þeir verða að fara gera sér grein fyrir því að koma illa fram við einhvern, spyrst út, því þetta er svo lítið land. bara í dag er ég búin að taka varnagla á 2mur karlmönnum út af því það er svo mikið talað. ója við skiptumst líka á upplýsingum og kannski mun meira og ýtarlegar en karlmenn.

spurning dagsins: skiptir stærðin máli?

Stelpudót..

Af því að strákarnir eru alltaf að setja inn myndir af bílum og nöktum kellingum á sína síðu þá datt mér í hug að setja inn eitthvað sem veitir okkur stúlkunum ánægju og yndisauka. Enjoy my sweeties....



sunnudagur, september 26

Helgi dugnaðar og lærdóms.

Frekar óvenjulegt í mínu lífi en þessa helgi hef ég gert margt skemmtilegt og ekkert af því felur í sér áfengisneyslu! Er búin að læra hellings, fara í afró, sund og út að skokka [aaafar óvenjulegt], fara edrú í partý og skipta ekki um skoðun þegar mér er boðið áfengi. Er alveg ofsalega stolt af þessari hollustu og heilbrigði og spái því að þetta "nýja" líferni muni endast nákvæmlega fram að næstu helgi.
Frekar hætti ég að drekka en að fara í meðferð! Skál stelpur!!!

Drykkjusvinid og thynnkudyrid....

Eg er thuuuunnnn!!!! Tofrateppi er ekki malid ef thu ert ekki buin ad borda neitt!!!! Held ad eg hafi sjaldan verid jafn SOTOLVUD og i gaer... bidst innilegrar afsokunar ef eg hef sagt eitthvad eda gert einhverjum eitthvad.... nokkud ljost ad thad er djammpasa a dofinni!!!!!
Vill einhver koma og leika i kvold? Endilega hafid samband skvisur, er til i allt.... NEMA AFENGI OG DRYKKJU!!!
P.s. helvitis talvan er ekki med serislenska stafi, thannig ad thar til eg kemst i adra tolvu, tha verdur thetta bara svona.....

Thynnkukvedjur,
Earl the Thinny-Animal!

laugardagur, september 25

Tjellingarnar.blogspot.com

Loksins, loksins er ný síða fædd. Eftir frekar brösuga meik-óver tilraun í sumar gafst ég eiginlega bara upp á þessu apparati. Áhuginn virtist heldur ekki mikill þannig að ég sá ekki tilgang í að vera eitthvað að breinstorma um nýtt lúkk ef enginn ætlaði að nýta sér þessa agalega fínu síðu. Svo kom Gebba litla Spears að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki endurvekja deitið gamla undir nýjum formerkjum og þar sem ég var nýbúin að tilkynna dauða míns eigins bloggs, með tárum, stóðst ég ekki freistinguna. Til þess að gera langa sögu stutta, þá eru tjellingarnar núna fæddar.

Jeminn eini hvað það er agalega óvandað og enskuskotið mál í þessari fyrstu málsgrein. Hlíbbið verður ekki ánægt með þetta.

Af mér er annars það helst að frétta að ég er flutt (enn einu sinni) í nýtt húsnæði. Ég er strax búin að eignast nýja vinkonu og verðum við æ nánari með hverjum deginum sem líður. Hún býr með mér í húsinu, nánar tiltekið í glugganum mínum, en hún er RISAVAXIN gul köngulló. Ég hef ákveðið að kalla hana Beggu. Begga er sjálfri sér næg og truflar engan. Ég horfði á hana veiða sér fiðrildi til matar í fyrradag og stóð svo dolfallin á meðan Begga rúllaði fiðrildinu eins rúllubagga sem hún síðan geymdi í vefnum sínum. Ég var svolítið hrædd við hana til að byrja með en ákvað eftir fiðrildið að kannski væri bara ágætt að leyfa henni að búa í glugganum mínum því hún héldi þá kannski öðrum skorkvikindum í skefjum.

Ég fjárfesti í forláta örbylgjuofni fyrir nýja heimilið mitt og var ég ekkert smá ánægð með kaupin. Bikarsvartur stafrænn gæðingur með grilli og öllum græjum. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég eignaðist aur aflögu var að kaupa mér örbylgjupoppkorn til þess að poppa í nýja ofninum. Í gær fékk ég svo Amerískan gest í heimsókn sem horfði á Ameríska Böku í imbanum hjá mér. Fannst mér þetta kjörið tækifæri til þess að frumsýna gripinn og skellti ég poka af poppsecret í ofninn. Þvílík og önnur eins vonbrigði. Fyrst setti ég pokann á 4 mínútna afþýðingu en þegar ég loks áttaði mig á því að þessum fjórum mínútum loknum ákvað ég að setja bara pokann á fullan kraft í þrjár. Ameríski gesturinn benti mér á áður en tímanum var lokið að það væri farið að rjúka ótæpilega úr bikarsvarta gæðingnum og fóru brunarústirnar beint í ruslið. Ég dó ekki ráðalaus og hugðist sýna Ameríska gestinum og örbylgjuofninum að ég væri fullfær um að poppa og henti öðrum poka inn, stillti á þrjár og hálfa í þetta skiptið og beið átekta. Ég beið og ég beið og tíminn var næstum búinn en ekkert gerðist. Ekkert popp, ekkert plopp, ekkert. Ég borðaði þessi þrjú popp sem poppuðust og restin lenti í ruslinu. Er ég ekki að vinna í raftækjaverslun? Var ég ekki að vinna í heimilistækjadeildinni í téðri raftækjaverslun? Einmitt þeirri sömu og selur örbylgjuofna? Ég er ömurlegur poppari.

Allavega, til hamingju tjellingar með nýja síðu, verið nú duglegar að blogga!