Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

þriðjudagur, september 28

Bókhlöðuhössl.

Ég er að velta því fyrir mér hvort maður ætti að fara að stunda hössl á bókhlöðunni. Hér sit ég og sé fullt fullt af mönnum á mínum aldri labba framhjá. Hingað til hef ég ekki staðið mig vel í bókhlöðuhössli. Mæti gjarnan reitt og illa til fara, enda kem ég hingað til að læra. Kannski þarf ég að breyta um viðhorf og mæta með hugarfar og í klæðnaði sem hæfir til veiða.

Hef einu sinni ákveðið að fara á þjóðarbókhlöðuna til að hössla. Það var þegar ég var 19 ára. Bekkjarsystir mín stakk upp á þessu (reyndar þurftum við að leita að heimildum á hlöðunni,en það er aukaatriði) og ég greip þetta strax á lofti. Blés á mér hárið og fór í fleginn bol. Ef ég man rétt þá enduðum við á Borgarbókasafninu en ekki Hlöðunni. Þar fór skoran fyrir lítið.

Kannski ég ætti að endurtaka leikinn og nota skoruna til að skora. Á meðan ég læri.

4 Comments:

 • At 2:36 e.h., Blogger asa said…

  já mér finnst að þú ættir að prufa hópvinnuherbergin þau eru soundproof

   
 • At 5:14 e.h., Blogger Hlíbbið said…

  Þekki einmitt eina sem hefur "prófað" hópvinnuherbergin

   
 • At 12:54 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Ohh djöfull! Er einmitt á leið á Hlöðuna en gleymdi alveg eyelinernum og fleygna bolnum....
  Ef helgin fer í vaskin stelpur þá er alltaf spurning um að mæta bara galvaskar í djammgírum uppá Hlöðu á sunnudaginn heheheh ;)

   
 • At 5:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég fékk einu sinni heimilsfang á Hlöðunni. Það var skrifað á Post it og límt inn í stærðfræðibókina mína á meðan ég brá mér frá. Hins vegar veit ég ekki hvað viðkomandi gekk til....átti ég bara að mæta heim til hans eða hvað????

  Lasni pési

   

Skrifa ummæli

<< Home