Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

fimmtudagur, september 30

Dilemma - nú kómísk tilvistarklemma :)

Er í smá dilemmu þessa dagana, og ástæðan: "Hið óæðra kyn", karlkynið. Karlmenn geta verið mjög góðir til síns brúks (most of the time anyway), en sjaldgæft er að finna einhvern sem inniheldur það sem þarf: sumsé að höfða til þín bæði andlega og líkamlega. Er farin að hallast á að ég sé einfaldlega með óraunhæfar kröfur til karlmanna, sem eru ekki til nema í The Perfect World... eða hvað? Er nebblega með einn "gæðing" í takinu, ef svo má að orði komast. Allt segir mér að ég ætti að vera skotin í kauða, því að hann hefur svo marga kosti sem ekki er hægt að líta framhjá... en nei, hvað haldiði að ég láti fara í taugarnar á mér?!?! Nú, hvernig maðurinn talar!!! Þannig er nú mál með vexti að hann átti heima erlendis í fjöldamörg ár og er tiltölulega nýfluttur aftur heim. Og þar af leiðandi talar hann slæma íslensku, beygir orðin ekki eða gleymir orðtengingum og þar fram eftir götunum.... trúi ekki að ég sé að pirra mig á þessu, hvað í anskotanum er að mér - djöfull get ég verið shallow! Held að ég sé haldin óstjórnlegri sjálfseyðingarhvöt sem segir mér að ég eigi ekkert gott skilið, og eigi bara að slútta þessu áður en eitthvað gerist. En allavegana, ég er búin að koma mér í djúpan skít með þennan mann og veit eiginlega ekkert hvað ég á að gera við hann... any thoughts anybody? Voða lítið búið að ske milli okkar, þar sem ég "kæfi allt í fæðingu". Er að fá samt svona létt Bridget Jones syndrome þessa dagana, sem segir mér að halda í hvern þann sem verður á vegi mínum. Usssss, tala eins og bitur kerling á fertugsaldri með fullt af köttum... sem ég ætla að gera allt til að verði ekki!
Ó, þetta líf - It´s just too fucking hard!!!!

Jæja, en spurning dagsins er sú: Hvað á Miss Eydís að gera við Íslenskumisþyrmingarmanninn?!? Hot oil or the rack?!?
Ástarkveðjur,
MissEydís, the Spinster 4 LIFE!!!

5 Comments:

  • At 4:38 e.h., Blogger Hlíbbið said…

    Mér finnst að þú eigir að líta á þetta sem verkefni: að bæta íslenskuna hjá honum;) "Ekki segja: ég fara í skóli, segðu ég fer í skóla!!"

     
  • At 10:56 e.h., Blogger Miss Eydís said…

    hahahah... thu segir nokkud. Jah, spurningin er tha su, nenni eg ad eyda tima i thad?!? and i'm not quite sure i do... like i said... DILEMMA MAN!!!

     
  • At 8:44 f.h., Blogger Gerður gleðikona said…

    Iss sparkaðu honum bara og keyptu þér Pepe! ;)

     
  • At 10:33 f.h., Blogger asa said…

    sko mér finnst nú fullt gróft að fara líkja karlmanni við dildó. ert þú mikið i því gerður? hehehe rok on!

     
  • At 10:50 f.h., Blogger Hlíbbið said…

    Nei, ef þú lætur þetta pirra þig þá er það líklega (ekki endilega) vegna þess að þú ert bara ekki nógu hrifin af honum. Ef þú værir hrifin af honum þá væri þér alveg (eða amk. nokkurn vegin) sama.

     

Skrifa ummæli

<< Home