Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, september 29

Að vera eða vera ekki.... í flegnum bol


Ef einhver á aflögu handlaginn mann vill sú hin sama hafa samband við mig hið fyrsta því ég þarf nauðsynlega á þjónustu slíks manns að halda. Reyndi að skrúfa saman nýja fína skrifborðið mitt í gær. Hafði upp úr því þrjár blöðrur í lófanum, eina á vísifingri vinstri handar og enn eina á löngutöng hægri handar. Eftir ferð á kaffhús með dömunum í gærkvöld ákvað ég að gera lokatilraun til samanskrúfs sem endaði með því að ég sat til klukkan tvö og rembdist eins og rjúpa við staur með engum árangri. Brá ég þá á það ráð að láta bara sem ég sæi ekki að skrúfurnar stóðu hálfskrúfaðar út úr plötunni og plantaði borðinu á þann stað sem því var ætlað. Borðið riðar eins og 15 ára gelgja eftir hálfan bjór sem er aldrei gott. Ég er ömurlegur borðasamansetjari.

Á meðan ég man, Begga er horfin. Á ég að hafa áhyggjur?

Varðandi bókhlöðuhössl þá vil ég segja að þar sem ég er ekki háskólastúdent þá hef ég lítið að gera á hlöðuna. Í staðin, bara til þess að sýna samhug minn í verki, mætti ég í flegnum bol og pilsi í vinnuna í morgun, með blásið hár og maskara. Ég er búin að standa eins og þrjá að því að horfa niður um hálsmálið hjá mér, þar af einn vinnufélaga, en annað hef ég ekki fengið út úr þessu. Engin boð á deit né loforð um gull og græna skóga. Ég bíð spennt eftir að heyra hvernig þetta virkar á hlöðunni. Kannski að flegnir bolir séu bara ofmetnir? Hlíbba, hvað segir þú við því?

Óver and át
Kexsmiðjupésinn

7 Comments:

  • At 2:25 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

    Sko mér finnst við ættum að gera mannfræðilega könnun á veiðilendum Hlöðunnar! Getum t.d. hist heima hjá Rauðkunum og "tilbúið" okkur. Allar með blásið hár, eyeleiner, hælaskó og fleygnir bolir eru skylda!! Gæti til dæmis verið upprennandi B.A. verkefni fyrir einhvern á sálfræði eða mannfræðisviði hehehehe

     
  • At 4:11 e.h., Blogger Hlíbbið said…

    Ég klikkaði alveg á flegna bolnum á hlöðuna. Er samt alveg til í að prófa, líst vel á hugmynd Gleðikonunnar. En mér finnst að við ættum að dreifa okkur, ég held að 7( ?) stífmálaðar stelpur í flegnum bol gætu verið svolítið ógnvekjandi. Svo getur maður prófað múv eins og að missa pennann sinn nálægt bráðinni, skrifa skilaboð í stílabókina hjá honum á meðan hann fer á klóið osfrv. Eruði geim? Og þú þarft ekkert að vera í háskólanum til að vera á hlöðunni, þetta heitir nú Þjóðarbókhlaðan en ekki háskólabókhlaðan. Maður þarf ekkert að koma þangað til að læra, maður getur alveg eins komið þangað til að hössla.

     
  • At 4:26 e.h., Blogger Aubba Sólskinsbarn said…

    Við þurfum fjölbreytni í þessa könnun... ég skal bara dekka atvinnulífið og þið takið háskólasamfélagið. Svo getum við skipst á glósum og fengið ráð hver hjá annari ;)

     
  • At 10:54 e.h., Blogger asa said…

    rauðkunum. gerður mín ég legg ekki meira í þessa fordóma hjá þér ekki kalla ég þig ljósku við hvert tækifæri þó svo að það eigi nú svo sannarlega við.

     
  • At 11:11 e.h., Blogger Hlíbbið said…

    Mér líst vel á það

     
  • At 1:16 f.h., Blogger Miss Eydís said…

    ...jah, handlagnir menn eru nú eitthvað af skornum skammti þessa dagana held ég... eða bara menn með eitthvað vit yfir höfuð!!! En mér líst nú ekkert á eitthvað flegnubolahözzl, vil frekar "stimulate the men with my substantial wits and adoring smile" :) Er orðin leið á þessum kjötmarkaði... hvar getur maður annars fundið menn annarsstaðar en á djamminu? Á maður að fara að mæta í kirkju, fara í ræktina oftar (sem ég er nú reyndar farin að gera - og herregud, þvílíkir kroppar *slef*), fara að versla í stórmörkuðum í von um að hitta einhvern með viti?!? ussuss... maður spyr sig :)

     
  • At 8:30 f.h., Blogger Gerður gleðikona said…

    Jah Ása mín, seinast þegar ég vissi þá var ég dökkhærð en ekki ljóshærð og því ætti alveg afar illa við að kalla mig ljósku... En ef þú hefur einhverja ánægju af því þá bara go right ahead ;)
    Engir fordómar í gangi heldur bara smá djókur enda eruð þið stöllur með alveg sérdeilis fagran rauðan hadd :D

     

Skrifa ummæli

<< Home