Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

mánudagur, október 11

Erótískt nudd í Vesturberginu

Ji minn eini. Ég sat í makindum mínum í vinnunni, algjörlega einbeitt að því að leggja kapal þegar ég sé hvar viðskiptavinur stendur fyrir framan mig. Ég lít upp og sá þar Nuddarann. Einu sinni fyrir langa löngu hélt Auður hattapartý í vesturberginu og tókst síðan að týna öllum þegar í bæinn var komið. Þetta olli miklu táraflóði og sat ég með eyeliner niðrá höku á tröppum Landsbankans í Austurstræti. Allt í einu kemur þar maður að, hálf nördalegur í útliti en afslaplega indæll og gerir sitt besta í að hugga konuna. Þegar ég hafði útskýrt sorgarsögu mína fyrir manninum og sagt honum frá því að auki að ég ætti ekki pening gerði hann sér lítið fyrir og reiddi fram 2000 kall fyrir heimferð aumingjans. Svo dró hann mig inn á einhvern skemmtistaðinn og keypti ofan í mig bjór (sem ég þurfti ekki á að halda bæðevei). Að lokum þá atvikaðist það þannig að miskunnsami samverjinn deildi með mér leigubíl heim og ákvað svo bara að fara út á sama stað og ég. Hann borgaði bílinn þótt ég væri enn með peningana hans í vasanum og fylgdi mér inn. Eins og mín er von og vísa tilkynnti ég honum að hann þyrfti að leita annað væri það kynlíf sem hann leitaði eftir. Hann kom svo með mér inn, nuddaði á mér bakið og axlirnar og fór svo bara. Næst þegar ég hitti hann tilkynnti ég honum að hann væri sannkallaður bjargvættur og gaf honum stóran koss á kinnina fyrir farið, peninginn og auðvitað nuddið. Þetta var nuddarinn. Ég þorði nú samt ekkert að minnast á þetta við hann og afgreiddi hann bara eins og alla aðra ekki nuddara en fyndið var það samt.

Já og vinnufélagi minn sem er nýbyrjaður að vinna hérna og ég hef sjaldan talað við hitti mig á Dillon um helgina. Hann talaði við mig í klukkutíma um daginn og veginn eða þangað til að hann komst að því að Auður vinnufélagi hans sem hann var að tala við hét alls ekkert Auður, hún hét Sigga.

Að lokum vil ég bjóða Snóru velkomna til starfa. Gott blogg

1 Comments:

  • At 11:49 f.h., Blogger Hlíbbið said…

    Hahaha:)
    Alltaf gaman að hitta svona fólk í vinnunni. Hef lent í þessu:)

     

Skrifa ummæli

<< Home