Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, október 20

...I DON´T LIKE THE ALCOHOL, BUT THE ALCOHOL LIKES ME!

Alla sem hlakkar til næstu helgar eins mikið og mér rétti upp hendi!!! Ussuss, held að þetta sé merki um að Bakkus hafi velþóknun á mér, þar sem ég sótbölvaði síðustu helgi í sand og ösku (og honum!) eftir ófarir laugardagskvöldsins - vorum allar beisikklí hauslausar, en held að ég hafi átt vinninginn hvað varðar DRYKKJUSVOLA #1: bögga dyravörð á STÚDENTAKJALLARANUM, pissa í runna, kyssa menn í bílum inn um rúðuna, bíta og sleikja kinnar á ónefndum karlmönnum, brjóta glös, stela nan-brauðum af ónefndum fyrrum vinnustöðum svo fátt eitt sé nefnt... og geri aðrir betur! Endaði nú ekki betur en svo að ég ranka við mér um ellefu-leytið á sunnudeginum í óþekktri íbúð, í óþekktu rúmi fyrir framan óþekktan bláan skáp... og man ekkert hvernig, hvenær, með hverjum eða afhverju ég fór þangað... en svo kom minnið, kom mér þaðan með ónefndum "vini", og var restinni af deginum eytt í rusl-át og svefn. Ætlaði í "djammfrí" eftir þessa svaðalegu helgi, en mig langar að djamma næstu helgi!!! Eitthvað var talað um SEXY-PARTY í Breiðholtinu, en þar sem þetta er eingöngu partí fyrir tvo, ha Ása!!! og mér ekki boðið, þá verð ég bara að leita annað... en það verður pottþétt Mínus á föstudag... en hvað segiði rýjurnar mínar, er stemmning fyrir einhverju "shindiggi" þessa helgina?

Svona ykkur til yndisauka læt ég þessa mynd fylgja með, held að það sé verið að halda mér uppi, þar sem ég hélt ekki haus, hvað þá réttstöðu... ussuss, ástandið! Haldið að það sé!

"Frekar hætti ég að drekka en að fara í meðferð!"
Ástarkveðja,
Eydís

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home