Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

laugardagur, október 9

Kvenkyns gluggaperri í Holtunum og Fokking fífl

Greyið Litli Björn ætlaði að hitta Stóra Björn að heimili hans í holtunum í gærkveldi. Bjössi litli áttaði sig ekkí á því að hann hafði ekki hugmynd um hvar bæli Björns bróður var niðurkomið og endaði á því að þræða garða nágranna Stóra Bjarnar og gæjast þar á glugga. Fékk hann meira að segja hjálp frá indælum ungum manni við að finna innganginn að holu Stóra en þorði svo ekki að banka og stóð því eins og hrætt dýr fyrir utan dyrnar. Sem betur fer bankaði Litli björn ekki á hurðina sem hann stóð fyrir framan því sú hurð var tveimur húsum frá því sem hann var að leita að. Að lokum var nágranni Stóra Bjarnar farinn að fylgja þeim litla eftir úr stofuglugganum og má litli Björn þakka fyrir að hafa ekki verið handtekinn fyrir ósiðsamlegt athæfi í Holtunum í gær.

En að öðru.....

Eftir tveggja ára þrotlausar rannsóknir hef ég Aubba Rós, PhD í leiðindapésum dauðans, komist að þeirri niðurstöðu að pésarnir eru hvergi eins leiðinlegir og í kexsmiðjunni. Dónaskapur og drullutussuskapur er einkennandi fyrir þetta fólk sem valsar hérna inn eins og það eigi heiminn. Ég hef ekki tölu á þeim ónöfnum sem ég hef verið kölluð, fólkið sem hefur hellt sér yfir mig eða tækin sem eigendurnir hafa staðhæft að séu ónýt þar til það kemur í ljós að það gleymdist að stinga þeim í samband. Í morgun labbaði héðan maður út sem hótaði öllu illu með látum, sagðist ælta að fara með málið í neytendasamtökin og æpti á okkur að þetta væru hallærisleg vinnubrögð. Nei væni minn, það ert þú sem ert hallærislegur! Í alvöru talað, hvað er að fólki? Ekki bætir úr skák þegar maður þarf að láta sér lynda 16 ára beyglur sem samstarfsfélaga sem geta ekki einu sinni lært einföldustu atriði. Það er eitt að þurfa að kenna fólki á ný kerfi eða hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á nýjum vinnustað en það er annað þegar maður þarf að kenna þessum krakkalingum almenna kurteisi. Hver veit ekki að maður á að bjóða viðskiptavininum góðan daginn? Ohhh, I'm surrounded with idiots.

Jæja tuðið búið í bili

Kveðja Sólskinskindin


1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home