Ó mig auma...
Morgnar eru ógeð. Venjulega hef ég val um að vakna klukkan 7 og fá far með föður mínum í skólann eða sofa klukkutíma lengur og taka strætó -nota bene oftast í grenjandi rigningu og/eða roki. Þetta val finnst mér ekki áættanlegt. Eiginlega finnst mér bara ekki ásættanlegt að vakna eða fara út í rigningu yfir höfuð. Eins gott að ég á ekki karlmann, greyið mundi bara vera bitinn af geðvonskudýrinu og sennilega láta lífið af völdum bitsára einhvern morguninn.
5 Comments:
At 10:03 f.h.,
Hlíbbið said…
Þetta er svona pörfekt dæmi um val milli tveggja kosta og báðir slæmir. Alveg eins og í íslendingasögunum.
At 2:37 e.h.,
Miss Eydís said…
Nákvæmlega!!! Milli Steins og Sleggju.... haust eru óbjóður!!! og veðrið í morgun var sérstaklega ógeðfellt, enda var ég líka hálfveik bara af því að líta út um gluggann.... JÖKK!
At 11:11 f.h.,
Aubba Sólskinsbarn said…
Hvaða væl er þetta? Haustið er alveg huggulegasti tími ársins. Það er ekkert eins notalegt en að fara að sofa í litlu holunni sinni með allar þrjár sængurnar eða eitthvað með vindinn blásandi fyrir utan. Eða að horfa á eitthvað skemmtilegt með kertaljós og fínerí. Og það er bara hressandi að labba í strætó í rigningu og roki. Mér finnst það allavega....
At 3:06 e.h.,
Gerður gleðikona said…
Þú ert náttúrulega ekki heilbrigð.
At 4:18 e.h.,
Hlíbbið said…
Haustið er huggulegt. en morgnar eru vibbi og rigning líka
Skrifa ummæli
<< Home