Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

laugardagur, nóvember 27

samkomustund

Heilar og sælar mínar elskulegustu kjellingar, en vegna langra fjarvista og samskiptaleysi skora ég á ykkur allar að það verði hittingur í kvöld. Laugardaginn 27 nóv. Gerir undirituð kjelling sér vel rein fyrir að sá laugardagur er í kvöld, og því muni flestar hinar kjellingarnar ekki ná að berja þetta blogg augum. En undirituð kjelling ætlar að nota símalinurnar til að ná til sem flestra og vona að kjaftakellingarnar standi undir nafni og láti orðið berast. Mun undirituð reyna að ná til sem flestra og vill endilega benda á studentakjallarann sem hentugan rendez-vous stað, þar sem kl níu byrja tónleikar án aðgangseyris og þar sem ölið og koffínið rennur út á mjög hentugu verði.
Vonast til að af þessu verði og sem flestar muni sjá sér fært að mæta. Þakka ykkur innilega fyrir og sjáumst vonandi heil á komandi stund..

Ný síða, nýir tímar!!!

Hjelú kellingarnar mínar,
Ætlaði bara að láta vita að ég er komin með nýja síðu: www.blog.central.is/early-eydis.... var komin með leið á hobbitanum þannig að ég fann mér nýtt.... glæsibær... og koma svo!!!! Gangi ykkur vel í Lærdómslandi
Ástarkveðja,
Eydís

mánudagur, nóvember 22

mikiðaðgera.is

ógeðslega mikið að gera! held að jólatónleikar hljómsveitarinnar séu off..... sorry

en er til í jólakökubakstur eftir 6 des.......

föstudagur, nóvember 19

Skál

Ég ælta að nota mína fyrstu færslu hér á kellingunum til að minna allar á að ganga hægt um gleðinnar dyr þessa helgina sem aðrar......


20 MERKI UM AÐ ÞAÐ SÉ KOMIN TÍMI TIL AÐ HALDA HEIM..............

1. Þú hefur enga hugmynd um hvar taskan þín er
2. Þér finnst þú geðveikt flott þar sem þú dansar með hendurnar upp í loft, hristir rassinn á fullu og hrópar "She Bangs, She Bangs"
3. Þig langar skyndilega að lemja alla og þú heldur virkilega að þú ráðir við hvern sem er
4. Þegar þú fórst síðast á klósettið sástu að prinsessan sem þú varst í upphafi kvölds er horfinn og í staðinn er komið grænt tröll
5. Þú missir kebabinn þinn á gólfið en það skiptir engu máli því þú tekur hann bara upp og heldur áfram að borða
6. Þú byrjar að grenja og segir öllum hversu MIKIÐ þú elskar alla
7. Þú átt að mæta í vinnnu eftir innan við þrjá tíma
8. Þú ert búin að finna dýpri trúarlegri hlið á nördinu sem situr við hliðina á þér
9. Þú ert að reyna við mann sem kenndi þér einu sinni
10. Þú hefur sterka þörf til að afklæðast og fara upp á borð til þess syngja og dansa
11. Þú getur engan vegin haldið augunum opnuð, svo að þú ákveður að halda þeim hálf lokuðum enda er það svo heillandi
12. Þér finnst það sniðug hugmynd að láta vinkonu þína ýta þér niður götuna í innkaupakerru
13. Þú öskrar á barþjóninn þar sem að þú heldur að hann hafi bara gefið þér djús, en það er bara þú sem ert hætt að finna bragð af vodka
14. Þú heldur að þú sért komin inn í rúm, en koddarnir eru heldur kaldir, svona eins og flísarnar á baðinu
15. Þú byrjar öll samtöl á: "Ekki misskilja mig en....."
16. Þú tekur ekki eftir því að klósettlokið er niðri þegar þú sest á klósettið
17. Faðmlögin þín minna helst á glímuviðureign
18. Þú ert svooooo þreytt að þú sest bara á gólfið þar sem þú stendur
19. Þú hættir að loka buxnaklaufinni til þess að stytta þann tíma sem það tekur þig að fara á klósettið, þá getur þú nefnilega drukkið meira
20.Þú ferð úr skónum þar sem þú heldur að það sé þeim að kenna að þú getir ekki gengið lengur

SKÁL

Glædelig Jul og godt Tubår

Hey, í Danmörku þá hittast allir og drekka jólabjór saman þegar hann kemur út. Ég sá auglýsingu í vikunni um Tubår og Egils jóla og eitthvað svona fínerí svo ég legg til að í kvöld verði hittingur og öl sötraður í góðu tómi. Gebba fullyrti að Idol væri sýnt á skjáum á börum borgarinnar og svo verður hægt að tala ensku og ítölsku og dönsku líka svona stemmingarinnar vegna. Jæja, massívt leir í dag og jólabjór í kvöld.
Sjámstumst allar

Hjólajól

Hey var að spá. Ætluðum við að halda svona litlu-jól kerlinganna? Væri sniðugt að ákveða svo við getum farið að plana. Mér líst annars vel á það sko. Getum haft piparkökubakstur, laufabrauðsskreitingar, jólakortaföndur, jólaskreitingaföndur eða bara hist, drukkið jólabjór og borðað piparkökur frá Bónus.. Líka spurning um smá pakkaleik... Vil fá svör í kommentalinkinn stelpur!

sunnudagur, nóvember 14

Hinn mannlegi Flótti

Flotti, er mjög sterkur í vestrænu samfélagi. Þar sem fólk meikar ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og bregður á það ráð að flýja frá þeim. Lýgur til að koma sér undan óþægilegum aðstæðum eða til að flýja sannleikann. Fólk forðast að tala við þann sem það er ílla við, forðast að tala við manneskju sem særir sig, svo það slái ekki í óvild milli þeirra og allra sem eru í kringum sig. Svo er það lika hræðslan við að stökkva út í djúpu laugina og leyfa sér að sér að fljóta með hrifningunni, betra að forðast aðilann og svara ekki hringingum, af ótta við að vera særður og ná ekki að stjórna hvert tilfinningarnar bera sig. Hinn nútímaflotti nær til allra og allir hafa fundið fyrir honum.
Flóttinn við ritgerðina er afgerandi, þar sem manneskjan hengur á netinu og msn og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að flýja og fresta því óumflýjanlega, nefninlega DEADLININU....

laugardagur, nóvember 13

Isn't we supposed to be having a fiesta?

Noah nokkur House vildi að ég tilkynnti tjellingunum og velunnurum þeirra nær og fjær að það er partý á gamla í kvöld. Ég býst nú svo sem ekkert að það sé neinn ofuráhugi fyrir kanapartý en fyrir þá sem vilja djamma en hafa ekki í nein hús að venda, svona drykkjulega séð, þá er þetta ágætis kostur. Frekari upplýsingar fást með því að hringja í undirritaða. Takk fyrir.

miðvikudagur, nóvember 10

The Bold and The Beautifull

Já, fegurstu og skemmtilegustu meðlimir tjellinganna mættu galvaskar á Kaffibrennsluna í gærkveld til að ræða olímál, kosningahneyksli, þjóðarmorð og almennt slúður. Við komumst einnig að því að gaurinn í Brain Police vinnur á Brennslunni. Djöfull er ég annars með miklar harðsperrur!!

mánudagur, nóvember 8

CHICAS!

Nú er tíminn. Rétti tíminn. Þ.e.a.s til að fara í átak. Já!
Snúum vörn í sókn og setjum óhollustunni stríð á hendur!
Systur til sjávar og sveita (grabbinn sko) sameinumst í heilbrigðri hreyfingu!

Sameinaðar stöndum vér, sundraðar föllum vér!

Hvað segiði.. eigum við að hefja átaks keppnina? 1 stig fyrir hvern dag sem maður sleppir nammi&gosi, 1 stig fyrir hreyfingu?

Ok, þeir sem vilja vera með, skrái sig í kommentin hér að neðan, og svo ákveðum við hvenær keppnin hefst og nánari leikreglur.

Is it on?

Kellinga-kaffihús

Jæja skvísur! Þar sem við hittumst voðalega lítið þessa dagana þá er blásið til kaffiþambs og slúðurs á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember. Mæting á Brennsluna uppúr 8... allar að koma!!!
Nefndin

þriðjudagur, nóvember 2

Ammælis-Eddan 23 ára

Kveldið gott og margblessað rýjurnar mínar,
Eins og þið flestar vitið á ein úr okkar yndislega hóp ammli í dag. Já, rétt er það, hún Ásgerður a.k.a. Eddan a.k.a Kreisí-Búlle á afmæli í dag - 23 ár eru það heillin :)
Og þar sem ég sit hér, ein og yfirgefin í foreldrahúsum með "pestina"; viðbjóðshita, beinverki og hvaðanafverra, eru þið skvísur á kaffihúsi - where I so long to be! En ekkert kjaftæði og kerlingavæl hér, ónei!!! Gefum Eddunni þrefalt húrra í tilefni dagsins; Húrra Húrra HÚRRAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!
Elsku Ásgerður, og vonandi bráðum "meðleigjandi", innilega til hamingju með afmælið í dag, njóttu hans og vonandi að ég nái mér á næstu dögum til að gefa þér eins og eitt stórt afmælisknús c",)


mmmm

Verið heilar og blessaðar, sá undarlegi og stórmerkilegi atburður á sér nú stað að ég ætla að skrifa blogg í fyrsta sinn..... hélt að sá dagur myndi aldrei renna upp. En orsök þessara atburðar er gosið í Grímsvötnum og vegna þess að umrædd stúlka nennir ekki að læra. En er algjörlega hugmynda og innblástursnauð, og þess vegna verður þessi færsla heldur ekki lengri. Sökum leti! Takk fyrir, ég hef talað.

mánudagur, nóvember 1

Nefndartilkynning.

Staðið verður fyrir bíóferð annað kvöld, þriðjudaginn 2. nóvember, á hina æsispennandi Shark Tale. Áætlaður tími er klukkan 8 en kvikmyndasýningahús er óákveðið. Eftir það er skrásett ferð á stúdentakjallrann þar sem fylgst verður með úrslitum bandarísku kostninganna, teigaður Budweiser bjór og borðaðar dorritos flögur. Allir velkomir. Nefndin