Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

þriðjudagur, nóvember 2

Ammælis-Eddan 23 ára

Kveldið gott og margblessað rýjurnar mínar,
Eins og þið flestar vitið á ein úr okkar yndislega hóp ammli í dag. Já, rétt er það, hún Ásgerður a.k.a. Eddan a.k.a Kreisí-Búlle á afmæli í dag - 23 ár eru það heillin :)
Og þar sem ég sit hér, ein og yfirgefin í foreldrahúsum með "pestina"; viðbjóðshita, beinverki og hvaðanafverra, eru þið skvísur á kaffihúsi - where I so long to be! En ekkert kjaftæði og kerlingavæl hér, ónei!!! Gefum Eddunni þrefalt húrra í tilefni dagsins; Húrra Húrra HÚRRAAAAAAAAAAA!!!!!!!!!!
Elsku Ásgerður, og vonandi bráðum "meðleigjandi", innilega til hamingju með afmælið í dag, njóttu hans og vonandi að ég nái mér á næstu dögum til að gefa þér eins og eitt stórt afmælisknús c",)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home