Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

sunnudagur, nóvember 14

Hinn mannlegi Flótti

Flotti, er mjög sterkur í vestrænu samfélagi. Þar sem fólk meikar ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og bregður á það ráð að flýja frá þeim. Lýgur til að koma sér undan óþægilegum aðstæðum eða til að flýja sannleikann. Fólk forðast að tala við þann sem það er ílla við, forðast að tala við manneskju sem særir sig, svo það slái ekki í óvild milli þeirra og allra sem eru í kringum sig. Svo er það lika hræðslan við að stökkva út í djúpu laugina og leyfa sér að sér að fljóta með hrifningunni, betra að forðast aðilann og svara ekki hringingum, af ótta við að vera særður og ná ekki að stjórna hvert tilfinningarnar bera sig. Hinn nútímaflotti nær til allra og allir hafa fundið fyrir honum.
Flóttinn við ritgerðina er afgerandi, þar sem manneskjan hengur á netinu og msn og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að flýja og fresta því óumflýjanlega, nefninlega DEADLININU....

4 Comments:

 • At 12:30 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Kannast við þetta! Mitt fyrsta viðbragð er ætíð að stinga hausnum ofan í sandinn. Síðan flý ég.

   
 • At 4:12 e.h., Blogger Hlíbbið said…

  Við getum farið í hópflóttaferð. Eða kannski bara stofnað heilar flóttamannabúðir.

   
 • At 5:15 e.h., Blogger asa said…

  ég vil meina það að þynnkukofinn sé nokkurs konar flóttamannabúðir. ahahahhaha

   
 • At 10:03 f.h., Blogger Hlíbbið said…

  ahahahah, það er rétt!!

   

Skrifa ummæli

<< Home