Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, nóvember 19

Hjólajól

Hey var að spá. Ætluðum við að halda svona litlu-jól kerlinganna? Væri sniðugt að ákveða svo við getum farið að plana. Mér líst annars vel á það sko. Getum haft piparkökubakstur, laufabrauðsskreitingar, jólakortaföndur, jólaskreitingaföndur eða bara hist, drukkið jólabjór og borðað piparkökur frá Bónus.. Líka spurning um smá pakkaleik... Vil fá svör í kommentalinkinn stelpur!

5 Comments:

 • At 12:01 e.h., Blogger Aubba Sólskinsbarn said…

  Ég man ekki betur en að það hafi verið ég sem stakk upp á þessu þannig að ég er alveg hjartanlega sammála. Jólaöl og bónuspiparkökur eru málið! Og secret santa. Ég skal taka að mér að vera formaður litlujólanefndar tjellinganna.

   
 • At 12:12 e.h., Blogger Ásta & allir said…

  Já styð litlujólin af krafti, bíð fram ofn til baksturs og stofu til jólabjórsdrykkju og áts af öllum toga!!

   
 • At 12:14 e.h., Blogger Hlíbbið said…

  Hlíbbið er með

   
 • At 12:32 e.h., Blogger Thora Bjørk said…

  Þar sem er jólabjór og smákökur þar er ég :)

   
 • At 7:26 e.h., Blogger Miss Eydís said…

  jessss!!! djöfull styð ég þetta, litlu-jólin eru æðigæði... MIG LANGAR Í SÖRUR!!! MMMMM..... þær eru nebblega svo góðar....

   

Skrifa ummæli

<< Home