Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

laugardagur, nóvember 27

samkomustund

Heilar og sælar mínar elskulegustu kjellingar, en vegna langra fjarvista og samskiptaleysi skora ég á ykkur allar að það verði hittingur í kvöld. Laugardaginn 27 nóv. Gerir undirituð kjelling sér vel rein fyrir að sá laugardagur er í kvöld, og því muni flestar hinar kjellingarnar ekki ná að berja þetta blogg augum. En undirituð kjelling ætlar að nota símalinurnar til að ná til sem flestra og vona að kjaftakellingarnar standi undir nafni og láti orðið berast. Mun undirituð reyna að ná til sem flestra og vill endilega benda á studentakjallarann sem hentugan rendez-vous stað, þar sem kl níu byrja tónleikar án aðgangseyris og þar sem ölið og koffínið rennur út á mjög hentugu verði.
Vonast til að af þessu verði og sem flestar muni sjá sér fært að mæta. Þakka ykkur innilega fyrir og sjáumst vonandi heil á komandi stund..

3 Comments:

 • At 12:28 e.h., Blogger Aubba Sólskinsbarn said…

  Já, Auður sem er ekki með netið heima hjá sér er mætt aftur að skjánum. Vona að þið hafið skemmt ykkur vel á stúdentakjallaranum, ég hefði kannski komið hefði ég vitað af þessu. Nú er ég farin í það að búa til símaskrá, ekki spurning.

   
 • At 12:35 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Nei það fór víst þannig að fæstir vissi af þessu og þeir sem það gerðu annaðhvort komust ekki eða nenntu ekki. Semsagt.. enginn mætti á kjallarann

   
 • At 3:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  já því miður varð ekkert af þessari samkomustund sem mig langaði svo að hafa... þeir sem ég náði að tala við voru svo ospenntir fyrir þessu að ég bara varð það sjálf, nema gleðikonana, hun var hress

   

Skrifa ummæli

<< Home