svartnættið gengur í garð
Tími ljósanna er runninn upp og hátið barnanna að ganga í garð, en þá talar undirrituð um litlu börnin, börnin sem eru enn of litil til að þurfa að upplifa hinn ógurlega tíma einmanleika og örvæntingu. Tima stress og svartnættis,.... tima profanna...... Sumar af hinum undirrituðu kjellingum lifa tíma þessa svartnættis þar sem örvætingin breytist uppleisn sem breytist svo í grátur og gnístan tanna, þegar undirrituð kjelling stautar sig í gengum óreglulegar ítalskar sagnir í viðtengingarhætti þátiðar. Undirrituð kjelling lifir þennan tima einmanaleika, þar sem hún hefur ekki fengið að njóta viðvista við hinar háttvirtu kjellingar og ekki fengið að tjá sig um allt og ekkert, og þá aðalega ekkert. Sálarlíf undirritaðar líður þjáningar þar sem hun hefur ekkert fengið að tjá sig eða gagnrýna eða taka þátt í sálarlifi hinni kjellinganna. En undirrituð bítur saman tönnum, tekur sig saman í andlitinu og þekkir af reynslunni að tími svartnættisins mun liða undir lok og tími ljósanna taka við.
3 Comments:
At 8:58 f.h.,
Ásta & allir said…
Heyr heyr, svartnætti lærdóms og ritgerða hellist yfir á sama tíma og það er eilíft myrkur þarna úti. Ég vildi að það væri meiri tími til að deila sorgum og gleði og slúðri.
At 2:52 e.h.,
Hlíbbið said…
Ég veit að þetta er rétt hjá þér, að tími ljósanna mun koma, en í augnablikinu get ég ekki trúað þér. Svartnættið virðis eilíft og ljósin of fjarlæg til að ég eygi þau.
At 4:15 e.h.,
Sigga spanjó said…
já en til þess að visna ekki upp í örvæntingu og þunglyndi verður mar að reyna að horfa til bjartari tima, tima jólaljósanna og jólatrjánna. En já, er samt sammála um að það virkar mjög sem fjarlægur draumur, en stallsystur ég seigi bara að halda skulum við í vonina um að skemmtilegri timar munu ganga í garð.
Skrifa ummæli
<< Home