Júróvisjón sælla minninga
Mér finnst alltaf svo agalega skemmtilegt að horfa á þessa mynd. Ekki bara af því að þetta var alveg sérstaklega skemmtilegt partý og að ég sakna súlubakkans óskaplega. Mér finnst líka svo ótrúlega fyndið hverju var bætt við listann eftir því sem leið á kvöldið. Sérstaklega finnst mér skondið "stríðið" á milli Erlu og Konna og svo það að einhver hafi skrifað "gott lag" við það Austuríska. Ég man ekki betur en að það hafi verið hræðilegt. Frábært partý!