Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, janúar 26

Júróvisjón sælla minningaMér finnst alltaf svo agalega skemmtilegt að horfa á þessa mynd. Ekki bara af því að þetta var alveg sérstaklega skemmtilegt partý og að ég sakna súlubakkans óskaplega. Mér finnst líka svo ótrúlega fyndið hverju var bætt við listann eftir því sem leið á kvöldið. Sérstaklega finnst mér skondið "stríðið" á milli Erlu og Konna og svo það að einhver hafi skrifað "gott lag" við það Austuríska. Ég man ekki betur en að það hafi verið hræðilegt. Frábært partý!

þriðjudagur, janúar 18

AFMÆLI/KVEÐJUHÓF

Bara að minna ykkur elskurnar á að ég ætla að halda svaaakalegt afmælis og kveðjuteiti á föstudaginn!!!
Ég græt náttúrulega úr mér augun ef þið komið ekki allar (og nú er ég ekki að grínast, ég er mjög emotional núna) :)

Nánari upplýsingar hjá Regnhlífinni

Besitos

mánudagur, janúar 17

Hlíbbið ógurlega

Ég er ekki nógu hrifin af Hlíbbinu. Mér finnst það ekki nógu kúl. Þegar fólk heyrir Hlíbbið þá sér það bara fyrir sér einhverja feita og loðna (jafnvel bleika) teiknimyndapersónu. Allavega geri ég það.
Ég er að spugglera hvort ég ætti ekki að breyta mér í Miss Cool til dæmis, mér finnst það mjög viðeigandi.
Sammála??

fimmtudagur, janúar 13

Partý í boði US of A

Tjellingar, húsgögn og aðrir sem skipta máli.

Nú eru leiðindapúkinn (maðurinn með örkina) og eiginlega allir fluttir út af gamla garði og í staðinn er komið heilt stóð af djammsjúkum könum sem vilja kynnast íslensku næturlífi. Zach hefur að því tilefni ákveðið að halda brjálað partý á laugardaginn og er okkur öllum boðið. Þetta verður eitthvað í líkingu við fyrsta partýið á gamla garði þar sem allt var pakkað og fjörið mikið. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta og djamma feitt.

laugardagur, janúar 8

Salamanca, mi corazón....

Sælar stúlkur.

Langaði bara að deila með ykkur að ég er búin að festa kaup á flugmiða frá London til Madrid þann 10. mars og kem ég aftur heim þann 15. Á dagskránni er stórt knús handa Hlíbbu minni og pílagrímsferð til Salamanca. Ég var búin að ræða við Döru sem vildi endilega fá að vita hvenær við færum til Sala og ætlaði jafnvel að slást með í för. Allir sem vilja koma með eru velkomnir, allavega frá mínum bæjardyrum séð. Stelpur, þetta er SALA!!

Já og miðinn kostaði með sköttum og staðfestingargjaldi rúmar 4000 krónur íslenskar. Þetta tilboð gildir til miðnættis á mánudag þannig að nú er um að gera að hlaupa og kaupa. Nánari upplýsingar um það hvaða flug þetta eru fást hjá undirritaðri þannig að við verðum nú allavega í sömu vél.

Irish Rover- Posada- Garamond - Jackos - Chupiteria - Cum Laude - Moderno - og allir hinir

Þið getið ekki sleppt þessu!

föstudagur, janúar 7

Viskubrunnur miss cool.

Það versta við að dansa í kringum jólatréð er "ég á heima á hopplandi, hopplandi, hopplandi" ef maður er í flegnum kjól og " hengjum okkar þvott" ef maður er í stuttu pilsi.
Og hvaða lærdóm má draga af þessu? Jú, að vera siðsamlega klæddur í jólaboðum! (Sama þó mamma manns segi: "ha, neinei, þetta er ekkert svo flegið, hef nú séð þig dónalegri en þetta).

Og hvort síðan okkar er dauð... nei, það vil ég ekki. En kannski ættum við að hafa eitthvað þema á þessari síðu, af því að við skrifum um daginn og veginn á okkar eigin síðum. Weis es nicht.

miðvikudagur, janúar 5

R.I.P.

Tjellingar, er síðan okkar dauð?