Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

laugardagur, janúar 8

Salamanca, mi corazón....

Sælar stúlkur.

Langaði bara að deila með ykkur að ég er búin að festa kaup á flugmiða frá London til Madrid þann 10. mars og kem ég aftur heim þann 15. Á dagskránni er stórt knús handa Hlíbbu minni og pílagrímsferð til Salamanca. Ég var búin að ræða við Döru sem vildi endilega fá að vita hvenær við færum til Sala og ætlaði jafnvel að slást með í för. Allir sem vilja koma með eru velkomnir, allavega frá mínum bæjardyrum séð. Stelpur, þetta er SALA!!

Já og miðinn kostaði með sköttum og staðfestingargjaldi rúmar 4000 krónur íslenskar. Þetta tilboð gildir til miðnættis á mánudag þannig að nú er um að gera að hlaupa og kaupa. Nánari upplýsingar um það hvaða flug þetta eru fást hjá undirritaðri þannig að við verðum nú allavega í sömu vél.

Irish Rover- Posada- Garamond - Jackos - Chupiteria - Cum Laude - Moderno - og allir hinir

Þið getið ekki sleppt þessu!

3 Comments:

 • At 3:29 e.h., Blogger Hlíbbið said…

  Jáááááá! Sammála síðasta ræðumanni!!! Förum allar saman til SALA...saaaaalaaaaa!

  Og ekki væri nú slæmt ef Dara slægist í hópinn. KOMIÐI

   
 • At 1:07 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Þið þurfið ekki að segja meira stelpur! Sala, here I come!!!!!!

   
 • At 11:37 e.h., Blogger Hlíbbið said…

  I'm so excited, I just can't hide it

   

Skrifa ummæli

<< Home