Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, janúar 7

Viskubrunnur miss cool.

Það versta við að dansa í kringum jólatréð er "ég á heima á hopplandi, hopplandi, hopplandi" ef maður er í flegnum kjól og " hengjum okkar þvott" ef maður er í stuttu pilsi.
Og hvaða lærdóm má draga af þessu? Jú, að vera siðsamlega klæddur í jólaboðum! (Sama þó mamma manns segi: "ha, neinei, þetta er ekkert svo flegið, hef nú séð þig dónalegri en þetta).

Og hvort síðan okkar er dauð... nei, það vil ég ekki. En kannski ættum við að hafa eitthvað þema á þessari síðu, af því að við skrifum um daginn og veginn á okkar eigin síðum. Weis es nicht.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home