Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

fimmtudagur, febrúar 17

...hopp og hí, trallallí, upp á nefið nú ég snýýý...

Howdie fellow tjellingar,

Til að byrja með vil ég bjóða háttvirtri Siggu er kennd er við Spjanjó innilega velkomna aftur í Einhleypingaklúbbinn Víðfræga - megir þú ávallt eiga griðarstað innan okkar raða, þar sem mottóið er: Ég hleyp best ein! Það er gott að vera einhleypur, ójá, og ekki gleyma því! Við munum koma til með að ráða yfir heiminum! Finnst það afbragðshugmynd að halda upp á einhleypingsháttinn með mismunandi, en þó skemmtilegu ívafi í hverjum mánuði - hægt að hafa allskonar þema og sona... góð hugmynd :)
En út í aðra sálma, hvenær á þessi blessaði stelpubústaður að eiga sér stað, hvar og hver sér um þessa skipulagningu? Finnst þetta vera eitthvað fyrir ofan garð og neðan í orðræðu dagsins, síðast þegar ég vissi ætlaði Frú Steindór að ganga í málið - en ég hef ekki heyrt neitt meira en: "Já stelpur, verðum að fara að drífa í bústaðarferð!" Líst nú aldeilis ekki á blikuna, finnst að við verðum að fara að láta verða af þessu áður en langt um líður, þegar allir eru komnir á fullt skrið í ritgerðarsmíðum og prófalestri. Hvað segið þið um þetta mál?
Svo vildi ég líka láta vita að ég er ekki hætt að blogga á Eydísinni, það er bara eitthvað bilað... kemst ekki inn - einhver helv**** melding um vitlaust notendanafn og eitthvað rugl. Skil nú ekki alveg hvað málið er með mig og heimasíður. Virðist alltaf vera sem að ég eyðileggi þær á einn hátt eða annan.... er búin að vera að hugsa hvort ég eigi að opna FJÓRÐU (og JÁ, ÞIÐ LÁSUÐ RÉTT!!) heimasíðuna mína. Spurning dagsins kannski, þar sem ég hef verið að springa úr tjáningarfrelsi síðustu daga, hef eitthvað svo mikið að segja og koma frá mér.
But anywho, endilega kommenterið á fyrrnefnda bústaðarferð, mig langar allavega ógillega til að fara eina góða helgi, verða blindfull í pottinum og hafa það náðugt :)

Pís át mæ hómís
Early the Great


P.S:
Spurningarnar sem brenna á vörum mér þessa stundina eru svohljóðandi:

1. Eigum við að fara í bústað, og ef svo er, hver vill vera svo yndisleg að taka það að sér (og gera það með stæl)?
2. Myndi Dagur Hinna Einhleypu gera sig, væri hægt að knýja fram viðurkenningu á því að vera einhleypur og stoltur af því með því að hafa heilan dag tileinkaðan The Single, Fabulous and Loving it?
3. Á ég að opna nýja heimasíðu, eða bara játa mig sigraða í endalausri baráttu við æðri öfl (Internetið)?

3 Comments:

 • At 1:23 e.h., Blogger Aubba Sólskinsbarn said…

  1. Bústaðaferð hljómar vel og frú Steindór hringdi í mig og sagðist vera að skoða málið.
  2. Dagur þeirra sem hlaupa einir er ekki bara skemmtileg hugmynd heldur bráðnauðsynleg. Við ættum að festa niður dag og dagskrá sem fyrst og gera hann að árlegum viðburði.
  3. Auðvitað þarftu að byrja að blogga aftur, ekki spurning.

   
 • At 11:39 e.h., Blogger Regnhlif said…

  sammála sídasta raedumanni, nema í sambandi vid 1), er mein illa vid thad ad thid skemmtid ykkur án mín

   
 • At 6:34 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  1. Bústaðarferð já. Hef þó ekki aðgang að neinum slíkum en mun mæta galvösk ef einhver reddar..
  2. Augljóslega já, enda bæði bráðnauðsynlegt og mín hugmynd ;)
  3. Að sjálfsögðu. Blogg er málið

   

Skrifa ummæli

<< Home