Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

þriðjudagur, mars 29

hugrenningar

Jæja þá eru páskarnir að klárast, og þar af leiðandi lika skólaönnin, verkefnin hafa verið að hlaðast upp á meðan ég hef verið að háma í mig páskaegg og ljúfan mat. Svo held ég að fáir í okkar tjellingahópi hafi djammað jafn mikið um páskana eins og núna, skólaleiðin er sem sagt mjög víðdreifður í okkar hóp.... En eg hef lika verið að djamma edrú og er ég alltaf að sjá betur og betur kostina við það og finnst það bara nokkuð svalt.
En þessi tjelling getur ekki beðið eftir skolalokum, en það þyðir samt lika að það þarf að klára heilt tonna af vinnu, eina ritgerð, tvö verkefni sem gilda mikið og svo eru sjálf prófin eftir.... en svo eftir það FRELSI... get ekki beðið eftir að komast til Noregs, er buin að vera að horfa með eftirsjá til minna heitt elskaðra tjellinga þegar þær hafa verið að stiga af landi brott, en nú er minn timi komin.. Timi Noregs... og svo mun Ítalía bíða mín með bros á vör... Hlakka svo mikið til að hitta alla vini míni sem dvelja í landi sólar... En hlakka lika til að breyta um umhverfi, skipta algjörlega um fólk og staði, en þó mun ég alltaf sakna hinna sönnu tjellinga í hjarta minu (bara svo það komi fram) En tilhugsunin um staðarskipti eiga þó hug minn allan og það gleður litla hjarta mitt, lika að hitta hina yndislegu norsara, Jóhönnu og Gunnar aftur. Svo er Elli líka í sviþjóð, hinu landinu við hliðina, og einhverja fríhelgina væri skemtilegta að taka rútuna yfir (þannig Elli ef þú lest þetta þá muntu eiga von á mér einn daginn ;) En já gleðin liggur rétt handan við prófin, en þangað til þarf vist að kveljast í hljóði, bíta saman jöxlum og klára þessar fáu einingar sem ég á eftir.

þriðjudagur, mars 22

Sexapartei á Laugardaginn.

Sælar elsku gærurnar mínar!
Er ekki málið að hafa smá hitting núna um páskana og gera eitthvað skemmtilegt áður en prófa og vinnustressið nær tökum á okkur? Sting uppá Laugardeginum til þessara nota. Getum haft smá hitting um daginn, kíkt kannski í sund eða baðhúsið. Svo er haldið í einhverja af höllunum í Grafarvogi eða Þynnkukofann og eldað eitthvað gott. Áfengisneysla er æskileg en optional. Ef einhver getur reddað SINGSTAR þá er það yndislegt.