Ellihátíð.
Langaði bara að koma því á framfæri að ég mun fagna elli minni aðfaranótt 5. júní næstkomandi en sá skemmtilegi dagur er einmitt á laugardegi. Kellingarnar eru um þessar mundir þess heiðurs aðnjótandi að vera einu manneskjurnar með öruggt boðskort þar eð skipulagning stendur enn yfir. Í boði verða þó einhverjar veitingar, eðal fjör og að sjálfsögðu þema. Takið því daginn frá elskurnar og munið að rækta gleðina og ykkar innra barn í millitíðinni.