Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, maí 20

Ellihátíð.

Langaði bara að koma því á framfæri að ég mun fagna elli minni aðfaranótt 5. júní næstkomandi en sá skemmtilegi dagur er einmitt á laugardegi. Kellingarnar eru um þessar mundir þess heiðurs aðnjótandi að vera einu manneskjurnar með öruggt boðskort þar eð skipulagning stendur enn yfir. Í boði verða þó einhverjar veitingar, eðal fjör og að sjálfsögðu þema. Takið því daginn frá elskurnar og munið að rækta gleðina og ykkar innra barn í millitíðinni.

mánudagur, maí 16

sælar dömur

hér hef ég ekki skrifað lengi, en núna kemur smá pistill frá mér...

atriði sem er hægt að hafa til umhugsunar

:útilega í maí/eða júní..
: hvert skal fara í hana
: ferðalög um landið t.d. ísafjörð
: eurovision party , ussh það er úr svo mörgu að velja...
: bjórkvöld í næstu viku
: partý í tilefni af heimkomu hlíbbsins
: endurvakning á bókaleshringnum
: rematch í popppunktsspilinu a.k.a. the dream team...

(ég pissaði næstum í mig af hlátri eftir prófin muniði af hlátri þegar við vorum að tala um annars konar dream team hahaha ...... þið vitið hvað við er átt!)

annars þá auglýsi ég he´r með með notuðum síma, tjellingarnar eiga víst eitthvað erfitt með að ná í mig....hehe og kannski aðrir........

þangað til er hægt að senda mér bara fax... ég er allavega með slíkt! 003-5510520 er faxnúmerið hehehe

einnig má koma með uppástungur með þemu í öllu ofantöldu
sjáumst! ása.

föstudagur, maí 13

Ad djamma- eda ekki djamma

Audvitad er spurningin ekkert hvort madur eigi ad djamma eda ekki, heldur hvada djamm madur á ad velja.

Á ég ad fara í partý til ósköp ósköp indaelu thýsku stúlkunnar sem er med mér í nokkrum fögum, eda á ég ad fara med Hel finnsku í partý til alessandro sem ég thekki ekki?

Málid er ad ég er búin ad segja indaelu thýsku ad ég aetli ad koma, en ég er nokkud viss um ad thad verdi meira stud í hinu, thó ég thekki ekki mannin. Svo gaeti ég líka reynt fara fyrst til thýsku og svo í hitt, en thar sem ég thekki ekki alessandro, thá vil ég helst ekki maeta ein. Hmm.

Sá á kvölina.

Svo er líka kannski bara spurning um ad vera bara heima, thví vid aetlum í Warner Bros skemmtigardinn á morgun, og ég komst ad thví seinast thegar ég fór í tívolí ad thad er ekki mjög snidugt ad vera thunnur threttándi (thad er einmitt threttándi í dag) thegar madur er í tívolítaekjum.

Thid sjáid thad ad líf erasmusins er ekki audvelt...

en ég elska ykkur rosalega mikid, fjárans kellingarnar mínar.
Góda skemmtun í kökubodinu (tek thad fram ad ég er ekki hlynnt svonalögudu)

þriðjudagur, maí 10

Prinsessa er fædd

Hún er komin í heiminn! Ponsu lítil, níu merkur, með dökkt hár og nebbann hans pabba síns. Móður og dóttur heilsast vel. Awwww....

mánudagur, maí 9

Góðar hugsanir vel þegnar

Hélt kannski að háæruverðugar tjellingar hefðu áhuga á að vita að skáfrænka okkar tjellinga, Þóra kennd við Spanjó, er í þessum töluðu orðum að fæða litla tjellingu í heiminn. Er sú stutta strax komin með nafn, Alicia Rós, og vil ég biðja alla sem þetta lesa að óska þeim mæðgum alls hins besta. Ég kem svo með nánari upplýsingar um hversu rosa dúlla hún er þegar hún er actually komin í heiminn og Audi frænka er búin að fara að skoða hana.

Spennandi!!!

mánudagur, maí 2

Kveðjuhóf - kveðjupróf

Eins undarlega og það virðist þá er stúlkan i Baughúsalandi orðin virkasti bloggari bleiku síðunnar og krýnir stúlkan sig hér með sem bloggara vikunnar. En þar sem að unga stúlkan er að fara af landi brott þá óskar hún eftir að hinir virtu meðlimir þessarar síðu taki frá föstudagskvöldið 13 mai.. þar sem að kveðjuhóf til heiðurs stúlkunni mun vera haldið, og munu vera kræsingar í boði hússins, en fólk vinsamlegast beðið að taka með sér áfengar veigar. Þar sem að þessi helgi mun vera seinasta sumarhelgi stúlkunnar á landi ísa árið 2005, mun hún bjóða vinkvennum sínum í ógleymanlega stelpuveislu til heiðurs sjálfri sér og prófloka.. Með von um að sem flestum tjellingum sé fært að mæta.. stúlkan í Baughúsalandi.