Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, maí 20

Ellihátíð.

Langaði bara að koma því á framfæri að ég mun fagna elli minni aðfaranótt 5. júní næstkomandi en sá skemmtilegi dagur er einmitt á laugardegi. Kellingarnar eru um þessar mundir þess heiðurs aðnjótandi að vera einu manneskjurnar með öruggt boðskort þar eð skipulagning stendur enn yfir. Í boði verða þó einhverjar veitingar, eðal fjör og að sjálfsögðu þema. Takið því daginn frá elskurnar og munið að rækta gleðina og ykkar innra barn í millitíðinni.

5 Comments:

 • At 10:49 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Ojj hvað kellingarnar eru leiðinlegar. Ekki eitt einasta fagnaðaróp yfir væntanlegri ellihátíð og þó var sérstaklega tilkynnt að þeim yrði boðið sem VIP. Þetta finnst mér svínarí.. kannski er ykkur bara ekkert boðið ha. Með kveðju gráts og gnístan tanna.

   
 • At 11:52 f.h., Blogger Regnhlif said…

  ég vard svo leid yfir ad komast ekki ad ég grét í marga daga. Íhugadi thad ad senda thér vírus í pósti í dulargerfi afmaeliskorts til thess ad thú yrdir veik og yrdir ad fresta afmaelishaldi um rúmar tvaer vikur.

   
 • At 6:13 e.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Snöökt.. já kannski ætti ég bara að bíða með fagnaðarlætin þar til þú kemur heim hlíbbó. Þá getum við haldið tvær upp á daginn þar sem ENGINN annar af þessum vanþakklátu kerlingum virðist kippa sér upp við ellihátíðina.. hnuss

   
 • At 4:19 e.h., Blogger Regnhlif said…

  Já, hahahah, gerum thad:)

   
 • At 2:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hey auðvitað þætti mér vænt um að koma, en mér finnst bara að þu ættir að fresta afmælinu þangað til ég kem heim, þ.e. í september.. gætum þá haldið sameiginlega veislu ;) væri það ekki góð hugmynd!!1

   

Skrifa ummæli

<< Home