Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

mánudagur, maí 2

Kveðjuhóf - kveðjupróf

Eins undarlega og það virðist þá er stúlkan i Baughúsalandi orðin virkasti bloggari bleiku síðunnar og krýnir stúlkan sig hér með sem bloggara vikunnar. En þar sem að unga stúlkan er að fara af landi brott þá óskar hún eftir að hinir virtu meðlimir þessarar síðu taki frá föstudagskvöldið 13 mai.. þar sem að kveðjuhóf til heiðurs stúlkunni mun vera haldið, og munu vera kræsingar í boði hússins, en fólk vinsamlegast beðið að taka með sér áfengar veigar. Þar sem að þessi helgi mun vera seinasta sumarhelgi stúlkunnar á landi ísa árið 2005, mun hún bjóða vinkvennum sínum í ógleymanlega stelpuveislu til heiðurs sjálfri sér og prófloka.. Með von um að sem flestum tjellingum sé fært að mæta.. stúlkan í Baughúsalandi.

2 Comments:

 • At 10:42 f.h., Blogger Gerður gleðikona said…

  Drottning vikunnar.. vér auðmjúku þegnar þínir hneigjum okkur fyrir dýrð þinni. Þessum auðmjúka þegn væri það sönn ánægja að mæta í samkvæmi yðar. ;)

   
 • At 11:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ekki alveg sáttur við þetta commenta dæmi ykkar... en já gaman að sjá síðuna ykkur tjellingar....

  kvaðja frá köben.
  audunn svarti
  http://audunn.work.null.is

   

Skrifa ummæli

<< Home