Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

sunnudagur, september 25

betra seint en aldrei

hæ allir saman, vildi bara senda inn stutta en ánægjulega kveðju til ykkar, mínar yndislegu vinkonur. Þar sem ég var farin að fá email og símhringingar um hvort ég væri enn á lífi og hvar í heiminum ég væri stödd, þá vil ég bara láta alla vita að ég er enn í Noregi. En skrapp þó í stuttan vikutúr til Italíu. Dvaldi mestanhlutann af ferðinni í Napolí þar sem ég borðaði yfir mig af mozzarella di bufala og pizzum, stoppaði svo einn dag í mínum elskulega bæ Bologna, þar sem að kvoldinu var eitt á Piazza Maggiore með bjór í hendi, og síðan fyrir utan írska barinn með annan bjór í hendi.

Er núna búin að flytja og bý með uppáhaldsnorðmanninum mínum, og lífið er svona að komast í fastar skorður og eru orðabækurnar mínar á leiðinni einhverstaðar yfir hafið. Er meira að segja buin að finna mér vinnu, meira að segja tvær ef að ég vil. Þannig já lífið er fínt, það eina sem vantar er löngunin til að byrja að læra, hef það fyrir afsökun fyrir sjálfri mér að mig vanti orðabækurnar, og þess vegna bara get ég ekki byrjað að læra.....
en já þetta kemur allt saman...

Ég sendi kærar kveðjur yfir hafið og vona að haustið fari vel með ykkur

föstudagur, september 23

á öræfum

Múhahaha.
God það er brjálað útivistarpar við hliðina á mér á þjóðó. Þau eru með eins rauðar húfur, á hausnum, inni á þjóðarbókhlöðunni og voru bæði í brjáluðum skíðaúlpum í stíl. Hahahaha. Ég veit að það er kalt úti... en er þetta ekki fulllangt gengið? Hahaah. Það féllu þrjú snjókorn og þau bara mætt í skíðaátfittið.
Bíð bara eftir að ása komi á hlýrabolnum og setjist á næsta borð við þau til að mynda skemtilega andstæður.
Þetta hlýtur að vera skiptinemapar.


Ekki nógu ánægð með að þetta blogg sé bara vettvangur fyrir tilkynningar. Ég segi, annað hvort tökum við okkur tak og bloggum af og til, eða hættum með þetta. Ég styð frekar fyrri tillöguna. En þetta sökkar feitan svona.