Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, desember 30

Í tilefni þess að 2006 er ON...

... hef ég ákveðið að gefa þessari síðu nýtt og hörkulegra útlit.

Hef ekki hannað téð útlit enn en gef hér með loforð um að það verður mjög svo í anda þess töffness sem einkennir tjellingarnar þessa dagana.

Sauðurinn kveður... grímulaus!

áramótagleði

hef áður krínt mig sem bloggara bleiku síðunnar, og mun þess vegna halda titlinum þar sem eg leyfi málskrúði að leika lausum hala þar sem ég með háfleygum orðum mun hripa hugsanir minar niður á þessa bleiku bloggsíðu, mina aðra andvökunótt í baughúsalandi. Líst vel á tilvonandi áramótasprell sem mun vera á götunni kennt við eirík og finnst það bæði háleyt og skemmtileg lausn á annars vandasömu kveldi. Þar sem allt á að vera með þvi skemmtilegasta og besta móti, en verður oftast miður kátlegt. Finnst þemað sem ónefnd tjelling hefur harðlega gagnrynt, annars alveg mjög ágætt og hlakka til að fá að sýna mitt annað andlit í hópi svo ágætra tjellinga. Finnst mér þvi alveg tilvalið að skapa eina bollu og annað fínerí í húsi þar sem boblurnar munu ráða ríkjum og hælarnir smella á gólfum.

miðvikudagur, desember 28

sælar

er að spá hovrt ég eigi að vinna eða ekki um áramótin.
fjölskylda mín er að gera annað á gamlárskvöld, engin er búin að bjóða mér í boð. ef einhver af tjellingunum vill, má sá og hinn sami bjóða mér ef ekki þá er ég að hugsa um að vinna bara.

annað mál... er eitthvað party í gangi segiði hér í kommentakerfinu hvað hugsanlegt plan er, hvort þið ætlið að kaupa inná einhverja staði og fleira. ég verð samt að láta vita fyrir föstudaginn hvort ég vil vinna eður ei.

bæbæ ása vinnuvoffi

laugardagur, desember 17

Er leti málið

Er leti málið, eða er ég bara svo óskaplega óspennandi að ég get ekki einu sinni haldið sjálfi mér áhugasamri í því að vera með sjálfri mér... eða er það kanski að ég er bara alltaf vön að vera í kringum einhvern, alltaf vön að hafa einhvern hjá mér. Hvað hefur orðið um sjálfstæðið sem maður predikar oní sjálfan sig og aðra en þegar upp er staðið finnst manni erfitt að vera einn. Og leiðist að hanga með sjálfri sér. En það er kanski ekki að marka að miða við þennan tima ársins og svo alla hina dagana, þar sem ég sé meira af endurspeglun af sjálfri mér en öllum vinkonum minum sem mig var farið að hlakka svo til að hitta. Er í alvörunni hægt að láta sig leiðast að vera einn, hef einhvern veginn aldrei upplifað það fyrr, en kanski af þvi að eg var frekar einangruð úti og svo kem ég heim og verð einnþá meira einagraðri með nefið oní bók og kaffibolla til skiptis. En get látið mig hlakka til helginarinnar að fá að fara i jólaland þar sem ég fæ smákokur og skála í jólaöli til heiðurs hinnar einu sönnu ey dísar.

þriðjudagur, desember 13

Bráðum koma blessuð jólin.......

Tilkynning frá nefndinni:

Þegar líðar fer að jólum fer líka að líða að árlegri jólagleði okkar. Ákveðið hefur verið að halda hana þann 21.desember (þá eru allir búnir í prófum og vinnupésinn er í fríi). Hafa íbúar Penthouse sambýlisins boðið aðstöðu undir herlegheitin. Jafnframt hefur verið ákveðið að hafa pakkaleik og hefur nefndin tekið þá ákvörðun einhliða að allir sem vilja vera með kaupi gjöf fyrir 1.000 íslenskar krónur (hvorki meira né minna :) ), allir pakkarnir verð síðan settir í stóran bláan IKEA poka og svo fá þeir sem komu með pakka að fá að draga sér pakka (ekki sinn pakka samt). Af fleiri ákvörðunum nefndar er síðan það að frétta að ákveðið hefur verið að allir komi með 300 kr í boðið sem verða notaðar til kaupa á veigum, svo sem smákökum og jólaöli.

Þar sem nefndin er komin á nett powertrip neyðist hún til þess að leggja síðustu ákvörðunina í dóm ykkar. Hvernig er stemmingin, vill fólk djamma þetta kvöld, td fara á Háskólaballið eða viljum við hafa rólega helgislepju?

Svör óskast í comment að neðan og einnig eru comment varðandi fyrirkomulagið almennt vel þegnar sem og tilkynningar um þáttöku.

Takk fyrir og gleðileg jól

NEFNDIN

fimmtudagur, desember 8

åkaflega upplifgandi og åhugaverd grein ;)

Datt innå tetta a medan eg var ad gramsa eftir efni og heimildum fyrir itølsku ritgerdina og fannst tetta svo akaflega upplifgandi ad eg vard bara ad setja tetta herna inn å tjellingarnar...konur voru greinilega lika bitrar um 1960..

Valeria Solas skrifar Scum, Manifesto 1967

It is now technically possible to reproduce without the aids of males and to produce only females. We must begin immediatly to do so. Retaining the male has not even the dubious purpose of reproduction. The male is a bioligical accident: They y(male) gene is an incomplete x(female) gene, that is, has an incomplete set of chromosomes. In other words, the male is an incomplete female, a walking abortion, aborted at the gene stage. To be male is to be deficient, emotionally limited, maleness is a deficiency disease and males are emotional cripples.

(bls195, Art and feminism)