Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, desember 30

áramótagleði

hef áður krínt mig sem bloggara bleiku síðunnar, og mun þess vegna halda titlinum þar sem eg leyfi málskrúði að leika lausum hala þar sem ég með háfleygum orðum mun hripa hugsanir minar niður á þessa bleiku bloggsíðu, mina aðra andvökunótt í baughúsalandi. Líst vel á tilvonandi áramótasprell sem mun vera á götunni kennt við eirík og finnst það bæði háleyt og skemmtileg lausn á annars vandasömu kveldi. Þar sem allt á að vera með þvi skemmtilegasta og besta móti, en verður oftast miður kátlegt. Finnst þemað sem ónefnd tjelling hefur harðlega gagnrynt, annars alveg mjög ágætt og hlakka til að fá að sýna mitt annað andlit í hópi svo ágætra tjellinga. Finnst mér þvi alveg tilvalið að skapa eina bollu og annað fínerí í húsi þar sem boblurnar munu ráða ríkjum og hælarnir smella á gólfum.

1 Comments:

  • At 10:43 f.h., Blogger Regnhlif said…

    LOKSIN LOKSINS finn ég svör á síðum bloggsins!!! Búin að fá vísbendingar hér og þar á öðrum bloggum en aldrei heilstæða mynd fyrr en nú. Ég verð að segja það að mér líst vel á þetta allt saman. Staðsetningu og þema. Enda á ég flottustu grímu í heimi. Langar samt reyndar til að búa mér til líka, af því að það er svo gaman að föndra. Kannski geri ég það bara líka.

    Ein sem er ekki örvæntingarfull lengur

     

Skrifa ummæli

<< Home