Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, janúar 18

sumarbústaðarferð???!!!!

sælar minar yndislegu.... ég veit að við erum alltaf að tala um þetta, en mig myndi rosalega mikið langa í sumarbústaðarferð núna í febrúar, er að spá í að ef að ég sé að fara út aftur þá yrði það núna í byrjun mars, og þá veit ég ekki hvort eða hvenær ég kæmi aftur heim.... ef að þessi spá mín rætist langar mig til að við myndum gera eitthvað svona saman... og ef að ég þekki okkur rétt þá er alltaf svo rosalega erfitt að finna tima sem við getum allar fengið okkur lausar.. ég held að um að gera sé að reyna að finna bústað og þar sem að það er ég sem langar svo mikið til að við gerum þetta ætla ég að fara að spyrjast fyrir.. en þarf náttúrulega að vita hvenær og hvaða helgi ég ætti svo að panta.... ég mun vera að skrifa ritgerðina mína þangað til að ég fer, þannig hvaða helgi myndi henta ykkur.. ég sendi þvi spurninguna á veraldarvefinn og mun vonast eftir svörum....

þriðjudagur, janúar 17

Lenti á góðu spjalli við ásu núna á laugardaginn þar sem við bonduðum í leigubílnum á leiðinni á djammið.. þar sem okkur fór á milli í þessum ágæta bíl var minn meinti skáldskapur sem ég stundaði þegar mér leiddist í timum.. eftir að liggja og reyna að sofna varð mér hugsað til hans og fór ég að garfa í gömlum stílabókum og dagbókum... og viti menn nema að ég fann eitt eða tvö misgóð ljóð, sum alveg síðan ég var 9 ára...
Þetta ljóð ef kalla má ljóð, var samið eftir menntaskólaball um klukkan 8 um morgun í dönsku tíma.. setti þetta aðalega inn þvi í mínum einkahúmor finnst mer fyndið að þessi16 17 ára stelpa sem skuli yfir höfuð verða full var ég.. en ég held að ég leyfi bara lýsingarorðunum að tala fyrir sig sjálf :)

Þynnkuhugsanir (1997)

Tungann ælir
maginn dælir
daunninn stígur
daunninn ei lýgur
höfuðverkur og timburmenn
ráðast á mig með boga og örvar
skjóta, hitta, drepa
alla sjarmeru töfra
ei lengur hægt að meta

- Á barmi ælunnar
stígur vogaskálin trylltan dans

föstudagur, janúar 13

Er einhver þarna úti að gera eitthvað.. er einhver sem er að uppgötva heiminn uppá nýtt og vantar félagskap?? er að klepra á sjálfri mér og BAslinu, og er enn meira að klepra á þvi að vera að velta mér uppúr þvi að vera að klepra...
Þannig ef einhverjum vantar félagskap við til dæmis að flýja úr landi, vinna miljónir í lottó eða bara fara að gera eitthvað á morgun þá eru tillögur vel þegnar

Með fyrirfram þökk..

föstudagur, janúar 6

Visdómsorð


Vandamál dagsins leysist ekki fyrr en við einsetjum okkur að horfa einbeitt fram til morgundasins.

Þegar ég veit ekki hvað ég er að gera - er eg að kann málin

Stoltið er okkar versti ovinur: það ræðst á okkur innanfrá

fimmtudagur, janúar 5

...hey feiti, koddí teiti :D

sælar ljúfurnar... þokkalega er 2006 ON!!!! Eins og þið flestar vitið, þá er ég alveg komin inn í nýju íbúðina á Görðunum :D ... og þvílík gleði :D Þannig að nú er ekkert annað að gera en að blása í djammlúðra og auglýsa hér með smá gleðskap næstkomandi laugardag, nánar tiltekið þann 7. janúar... þetta verður svona innflutnings/síðbúið ammlispartí þar sem ég tjókaði feitast á árlega kökuboðinu í Jólalandi :S Á því biðst ég afsökunar, en hey - betra er seint en aldrei. Þannig að það væri rosa gaman ef flestar sæu sér fært að mæta, ætlað hafa þetta í fyrra lagi þannig að mæting er upp úr átta... og þemað: HATTAR OG AUGNSKUGGAR!!!! Megið að sjálfsögðu útfæra þetta eins og þið viljið, en endilega látið mig vita ef þið komist :D
Spread the word beibís...
Pís át