Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

fimmtudagur, janúar 5

...hey feiti, koddí teiti :D

sælar ljúfurnar... þokkalega er 2006 ON!!!! Eins og þið flestar vitið, þá er ég alveg komin inn í nýju íbúðina á Görðunum :D ... og þvílík gleði :D Þannig að nú er ekkert annað að gera en að blása í djammlúðra og auglýsa hér með smá gleðskap næstkomandi laugardag, nánar tiltekið þann 7. janúar... þetta verður svona innflutnings/síðbúið ammlispartí þar sem ég tjókaði feitast á árlega kökuboðinu í Jólalandi :S Á því biðst ég afsökunar, en hey - betra er seint en aldrei. Þannig að það væri rosa gaman ef flestar sæu sér fært að mæta, ætlað hafa þetta í fyrra lagi þannig að mæting er upp úr átta... og þemað: HATTAR OG AUGNSKUGGAR!!!! Megið að sjálfsögðu útfæra þetta eins og þið viljið, en endilega látið mig vita ef þið komist :D
Spread the word beibís...
Pís át

2 Comments:

 • At 7:39 e.h., Blogger Sigga spanjó said…

  Já erla min, líst vel á það. Held samt að þvi miður muni ég ekki drekka en kem samt alveg bókað og hlakka til að sjá nýju íbúðina

   
 • At 2:01 f.h., Blogger Ásta & allir said…

  nei það er sami teningur í kasti hérna eða þannig svo djammlúðrarnir verða að bíða betri tíma. En mun að sjálfsögðu líta við og svonna einsog um var rætt. Til lukku með flutningana og lifðu ekk´í krukku einsog maðurinn sagði
  sjámstsumts

   

Skrifa ummæli

<< Home