Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

þriðjudagur, janúar 17

Lenti á góðu spjalli við ásu núna á laugardaginn þar sem við bonduðum í leigubílnum á leiðinni á djammið.. þar sem okkur fór á milli í þessum ágæta bíl var minn meinti skáldskapur sem ég stundaði þegar mér leiddist í timum.. eftir að liggja og reyna að sofna varð mér hugsað til hans og fór ég að garfa í gömlum stílabókum og dagbókum... og viti menn nema að ég fann eitt eða tvö misgóð ljóð, sum alveg síðan ég var 9 ára...
Þetta ljóð ef kalla má ljóð, var samið eftir menntaskólaball um klukkan 8 um morgun í dönsku tíma.. setti þetta aðalega inn þvi í mínum einkahúmor finnst mer fyndið að þessi16 17 ára stelpa sem skuli yfir höfuð verða full var ég.. en ég held að ég leyfi bara lýsingarorðunum að tala fyrir sig sjálf :)

Þynnkuhugsanir (1997)

Tungann ælir
maginn dælir
daunninn stígur
daunninn ei lýgur
höfuðverkur og timburmenn
ráðast á mig með boga og örvar
skjóta, hitta, drepa
alla sjarmeru töfra
ei lengur hægt að meta

- Á barmi ælunnar
stígur vogaskálin trylltan dans

1 Comments:

  • At 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hahahahahahaha snilld! Og á jafn vel við enn þann dag í dag..

     

Skrifa ummæli

<< Home