Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

miðvikudagur, janúar 18

sumarbústaðarferð???!!!!

sælar minar yndislegu.... ég veit að við erum alltaf að tala um þetta, en mig myndi rosalega mikið langa í sumarbústaðarferð núna í febrúar, er að spá í að ef að ég sé að fara út aftur þá yrði það núna í byrjun mars, og þá veit ég ekki hvort eða hvenær ég kæmi aftur heim.... ef að þessi spá mín rætist langar mig til að við myndum gera eitthvað svona saman... og ef að ég þekki okkur rétt þá er alltaf svo rosalega erfitt að finna tima sem við getum allar fengið okkur lausar.. ég held að um að gera sé að reyna að finna bústað og þar sem að það er ég sem langar svo mikið til að við gerum þetta ætla ég að fara að spyrjast fyrir.. en þarf náttúrulega að vita hvenær og hvaða helgi ég ætti svo að panta.... ég mun vera að skrifa ritgerðina mína þangað til að ég fer, þannig hvaða helgi myndi henta ykkur.. ég sendi þvi spurninguna á veraldarvefinn og mun vonast eftir svörum....

7 Comments:

 • At 2:37 f.h., Blogger asa said…

  já sko ég verð komin heim frá noregi 12 febrúar svo eftir það er ég geim

   
 • At 12:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég get væntanlega fengið mig lausa hvaða helgi sem er þar sem ég er of fín til að vinna. * v34

   
 • At 12:48 f.h., Blogger asa said…

  já sko auk þess sem ég þarf að redda fríi.. ehe.. þyrftum að ákveða þetta sem fyrst

   
 • At 1:17 f.h., Blogger sigrun said…

  það yrði væntanlega í enda febrúar eða byrjun mars, utskriftin ef af henni verður er 25 febr þannig hafði hugsað mér svona eftir hana..

   
 • At 5:32 e.h., Blogger Miss Eydís said…

  ég er meira en geim sko!! ég get hvaða helgi sem er.. nema ekki helgina 18,19 feb... er að fara í massívt miðsvetrarpróf dauðans!!! en allar aðrar helgar... klárlega!

   
 • At 9:10 f.h., Blogger Ásta & allir said…

  Ég fer til danmerkur 28.febrúar en annars er ansi óljóst um hvað ég mun taka mér fyrir hendur næstu vikur, en væntanlega vinna já það er ekkert minna þvi mun ekki linna því verður maður að sinna.

   
 • At 1:31 f.h., Blogger sigrun said…

  þora í afmælinu hennar hlífar var að tala um að hun fengi bústað 19 febr... getum farið í hann en það myndi bara vera i eina nott, þannig eydís, ef þu kemst ekki með þá, þá munum við reyna að finna líka aðra helgi þar sem við getum verið alla helgina.. eða hvernig líst ykkur á það.. gripa tækifærið og fara 19, en reyna svo að finna annan bústað fyrir heila helgi?

   

Skrifa ummæli

<< Home