Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

föstudagur, febrúar 3

Júróvísjón sumarbústaðaferð!!!!!!!

Vinnuveitandinn minn hefur boðist til þess að lána þessum stelpnahópi sumarhús sitt í Úthlíð undir Júróvísjónpartý þann 18. febrúar næstkomandi.

Planið er að mæta bara snemma á laugardagsmorguninn þannig að hægt sé að nýta sér alla aðstöðu til fulls, sbr heitan pott, gufu, sundlaug, golfvöll, náttúrufegurð og sjónvarp svo fátt eitt sé nefnt. Þegar húma tekur verður síðan kveikt í grillinu (við Aubba höfum mikla reynslu í að kveikja í grillum) og einhver dýrindis kvöldverður reiddur fram. Eftir kvöldmat tekur júróvísjóngleðin völd ásamt Bakkusi (fyrir þá sem vilja við hann tala). Á sunnudeginum verður dagurinn tekinn seint og rólega, farið í pottinn og svoleiðis áður en siglt verður í bæinn aftur.

Hugmyndin er að slá sameiginlega í kvöldmat, drykki með mat, morgunmat og jafnvel eitthvað annað smálegt. Annað eins og drykkjarföng kemur hver með fyrir sig.

Hvernig lýst ykkur á?

Þótt að það sé nóg af svefnplássum þá væri ágætt að fá að heyra hversu margir sjá sér fært að mæta, svona upp á mat að gera og svoleiðis.