Skemmtinefnd Tjellinganna
Ágætu dömur,
Það tilkynnist hér með að Auður og Erla eru sjálfkjörnar í skemmtinefnd tjellinganna sem var stofnuð nú í kvöld. Fór atkvæðagreiðslan fram á leynilegum msn fundi og bárust alls tvö atkvæði. Dugði það þeim báðum til sigurs. Er takmark þessarar nefndar að finna upp á skemmtilegum hlutum fyrir tjellingarnar að taka þátt í og verður eitt þeirra mikilvægasta verkefni að skipuleggja uppskeruhátið tjellinganna sem er á næsta leyti. Er það von skemmtinefndarinnar að sú hátíð verði sem glæsilegust og að allir skemmti sér hið besta.
Erla og Auður hafa mikla reynslu í skemmtanahaldi og má meðal annars nefna að Auður var til tveggja ára formaður starfsmannafélags Kexsmiðjunnar og átti Erla sæti í stjórn Polticu, félagi Stjórnmálafræðinema, um tíma. Þær eru einnig fulltrúar tveggja ólíkra fylkinga í tjellinga hópnum, kópavogsbúanna og grafarvogsbúa, og telja þær að með þessu fyrirkomulagi sé hægt að gera báðum hópum til hæfis. Ekki þótti nauðsynlegt að breiðhyltingar ættu sæti í skemmtinefndinni þar sem Edda Björg er bara ein en það verður engu að síður hlustað á hennar uppástungur og hugmyndir eins og vera ber. Í framhaldi af þessari síðustu málsgrein vill vefstjóri koma því á framfæri að óski ungfrú Edda Björg eftir aðgangi að síðu tjellinganna er það minnsta málið og er hægt að kippa því í liðinn í snarhasti.
Á næstu dögum munu kjörnir fulltrúar þessarar sérlega mikilvægu nefndar hittast yfir kaffibolla og fara yfir stöðu mála. Munu niðurstöður þess fundar verða kynntar rækilega hér á síðunni að honum loknum.
Bestu kveðjur
Skemmtinefndin
Það tilkynnist hér með að Auður og Erla eru sjálfkjörnar í skemmtinefnd tjellinganna sem var stofnuð nú í kvöld. Fór atkvæðagreiðslan fram á leynilegum msn fundi og bárust alls tvö atkvæði. Dugði það þeim báðum til sigurs. Er takmark þessarar nefndar að finna upp á skemmtilegum hlutum fyrir tjellingarnar að taka þátt í og verður eitt þeirra mikilvægasta verkefni að skipuleggja uppskeruhátið tjellinganna sem er á næsta leyti. Er það von skemmtinefndarinnar að sú hátíð verði sem glæsilegust og að allir skemmti sér hið besta.
Erla og Auður hafa mikla reynslu í skemmtanahaldi og má meðal annars nefna að Auður var til tveggja ára formaður starfsmannafélags Kexsmiðjunnar og átti Erla sæti í stjórn Polticu, félagi Stjórnmálafræðinema, um tíma. Þær eru einnig fulltrúar tveggja ólíkra fylkinga í tjellinga hópnum, kópavogsbúanna og grafarvogsbúa, og telja þær að með þessu fyrirkomulagi sé hægt að gera báðum hópum til hæfis. Ekki þótti nauðsynlegt að breiðhyltingar ættu sæti í skemmtinefndinni þar sem Edda Björg er bara ein en það verður engu að síður hlustað á hennar uppástungur og hugmyndir eins og vera ber. Í framhaldi af þessari síðustu málsgrein vill vefstjóri koma því á framfæri að óski ungfrú Edda Björg eftir aðgangi að síðu tjellinganna er það minnsta málið og er hægt að kippa því í liðinn í snarhasti.
Á næstu dögum munu kjörnir fulltrúar þessarar sérlega mikilvægu nefndar hittast yfir kaffibolla og fara yfir stöðu mála. Munu niðurstöður þess fundar verða kynntar rækilega hér á síðunni að honum loknum.
Bestu kveðjur
Skemmtinefndin
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home