Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

mánudagur, apríl 3

Sumar og sól

HÆ gellur! Núna er sumarið að nálgast og við sitjum allar sveittar við lærdóm eða túrisma þannig mér finnst að við verðum að hafa eitthvað til að hlakka til (annað en svaðalega kúl og ógeðslega stóra sameiginlega útskriftarveislan okkar Siggu-skokk þar að segja..).

Mér flaug sumsé í hug hvort ekki væri gaman að fara í útilegu einhverntíma í sumar. Ekki seinna vænna að plana þar sem við erum allar svo svaðalega bissí og allar þurfa að fá sig lausa úr vinnu og svona. En hvernig líst ykkur á? Svo bara fá góðar umræður hérna á netið.. viljið þið t.d. fara fyrstu helgina í júlí og vera í djammfýling með restinni af landinu eða tjalda útí rassgati? viljið þið hafa þetta stelpuferð eða mega eiginmenn og húsgögn koma með? Heimta gott feed-back elsklingar!!

5 Comments:

 • At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  jábblíst vel á það, en það er kanski of snemmt að plana hvaða helgi þar sem flestar ef ekki allar af okkur eru ekki komnar með sumarvinnu, en gott að hafa 1 helgina í júlí sem útgangspunkti

   
 • At 3:18 e.h., Blogger asa said…

  ég vil hafa maka með....... enda komnir svo margir makar í hóðpinn um að gera fara kynnast mar!

   
 • At 5:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  hey, mér er eilega alveg sama hvað við gerum - er bara geim í hvað sem er :D Nema þá kannski að fara eitthvert út í rassgat og vera bara útaf fyrir okkur - vil alveg afnema það bull!!! en hey, gleði gleði - gleði alla tííííð...
  og makar eða ekki makar - skiptir voða litlu ;)

   
 • At 10:19 e.h., Blogger Regnhlif said…

  ég kemst fyrstu í júli. ég verð í burtu 14. júlí til 5 ágúst, minnir mig.

   
 • At 11:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég er til. Hvenær sem er í sumar er jafnóhentugt fyrir mig en ef einhvern langar að gera eitthvað í október þá er ég þokkalega geim :)

  En svona í alvörunni þá líst mér vel á þessa hugmynd og finnst að við ættum að láta verða af henni, í staðinn fyrir að tala alltaf bara um hlutina.

   

Skrifa ummæli

<< Home