Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

sunnudagur, október 22

Vetrarreisa gæranna.

Hæ elsku gærur. Fer ekki að líða að því að skipuleggja árlega vetrarbústaðaferð Tjellinganna?? Varpað hefur verið upp þeirri hugmynd að finna einhvern þrumubústað um jólaleitið þannig að útlandapésarnir geti komið -eruð þið ekki geim stelpur? Það er svo bara að starta smá dialogi og sjá hvenær konur komast, hver getur bókað villuna og svona. Ég kemst persónulega alltaf þar sem ég verð atvinnulaus.

Mínar kröfur til bústaðarins eru eftirfarandi:
1. pottur
2. pottur
3. grill
4. pottur

föstudagur, október 6

afmælisveisla með smá twisti af lime

Jább og jájá nú er haustið komið og allir eru komnir með ákveðna fótfestu í lífinu, hvort sem að það er þá á íslandi eða öðrum ekki jafn COOL löndum..
Vildi bara minna þær tjellingar sem ekki hafa ennþá flúið land á að núna er tími Grundarstígsins runnin upp, þar sem heimilifölkið á Grundinni mun halda uppá það ásamt því að fagna oktobersafmælisbarninu, mér..

Hlakka til að sjá ykkur kátar og ölvaðar í bragði þann 14 okt... þar sem að mikilvægt er að muna eftir fíflaganginum