Alþjóðlegt töffness

Við hlæjum að bröndurum sem enginn skilur, við tölum hærra en heilt fuglabjarg og við þorum að viðurkenna að við erum ekkert svo kúl. Sem auðvitað gerir okkur ofurkúl

sunnudagur, október 22

Vetrarreisa gæranna.

Hæ elsku gærur. Fer ekki að líða að því að skipuleggja árlega vetrarbústaðaferð Tjellinganna?? Varpað hefur verið upp þeirri hugmynd að finna einhvern þrumubústað um jólaleitið þannig að útlandapésarnir geti komið -eruð þið ekki geim stelpur? Það er svo bara að starta smá dialogi og sjá hvenær konur komast, hver getur bókað villuna og svona. Ég kemst persónulega alltaf þar sem ég verð atvinnulaus.

Mínar kröfur til bústaðarins eru eftirfarandi:
1. pottur
2. pottur
3. grill
4. pottur

11 Comments:

  • At 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hell YEAH! Líst vel á etta dæmi... count me in!

     
  • At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Yo jeg også!!!

     
  • At 4:13 e.h., Blogger asa said…

    já im in

     
  • At 4:29 e.h., Blogger Regnhlif said…

    Bíddu. Hver skrifaði þessa færslu?
    Ég er ógjó til í sumarbústað, helst strax.

     
  • At 8:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hummm það er ekki lengur undirskrift undir færslunum? Hvert fór undirskriftin? En anywhoo, þetta var ég -Gerður ofurtöff- sem skrifaði þessa færslu. En ég mæli með sumarbústað eftir svona uhhhhh 2 mánuð því þá komum við útlandaskvísur heim! :)

     
  • At 2:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Stelpur ég sting uppá fyrstu helginni í janúar. Nánar tiltekið 6.-8. janúar 2007.
    Komist þið þá??? Hvað segja Ásta og Þóra ??????

     
  • At 2:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já og svo mega þær sem eru í starfsmannafélögum TÉKKA Á ÞEIM MÁLUM!!! Ég borga víst ekki eins og er í neitt félag þannig ég get allavega ekki plöggað... Eru ekki allavega ERLA, EDDA Á og AUBBA í einhverjum staffafélögum sem eiga bústaði???

     
  • At 7:08 e.h., Blogger sigrun said…

    ég er til hvenær sem er!! er reyndar ekki í neinum félögum sem fátækur námsmaður en það sakar ekki að skoða og athuga

     
  • At 4:06 e.h., Blogger Ásta & allir said…

    Hæ kerlur...

    Já mér stórkostlega líst vel á að hitta ykkur og gera sér glaðan dag... verður þetta annars að vera helgi? Það eru kannski flestir að vinna á virkum dögum hmmm en ég veit ekki enn hvenær ég fer heim/hingað aftur en það er líklegast einmitt þessa helgi eða í laaaaang seinasta lagi á mánudagsmorgun svo þá finnst mér langt að vera í bústað alla helgina en kannski eina nótt?

     
  • At 8:47 e.h., Blogger Thora Bjørk said…

    Þessi helgi er sú eina sem kemur til greina fyrir mig, en mér finnst helgi svolítið langt þar sem ég fer heim á mánudeginum og ég þarf að pakka og kveðja osfv. Gott væri að bústaðurinn sé ekki langt frá bænum. Sleepover einhvers staðar með öllum er líka hugmynd

     
  • At 3:04 e.h., Blogger Ásta & allir said…

    já... kannski er sleepover hjá siggu bara málið? innifalið í kvöldinu, náttfatahangs og pitsukaup daginn eftir og lélegt sjónvarpsefni

    Til að koma á móts við göngutúra gæti verið tölt í gegnum grasagarðinn og keyptur ís?
    sparar bensínpening og bústaðaleigu...

    nema ég bjóði ykkur öllum bara heim til mömmu og pabba í grabbanum, láti mömmu baka fyrir okkur pítsu. Við erum sko ekkert fullorðnar.

    kossar frá ástu sem finnst allt jafngott því það er hvort eð er á íslandi.

     

Skrifa ummæli

<< Home